Fćrsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Bćjarmálin
Á heimasíđu Bolungarvíkurkaupstađar má sjá lista yfir nýjustu fundirgerđir nefnda á vegum bćjarfélagsins. Frá ţví 27. mars síđastliđinn hafa 7 fundir komist ţar á blađ og sat ég 6 ţeirra, 4 fundi bćjaráđs og sinn fundinn hvor hjá umhverfismálaráđi og bćjarstjórn. Einhver gćti haldiđ ađ ţettta vćri merki um ađ ég vćri áhrifamikill innan stjórnkerfis bćjarins en ađ mínu mati er ţetta einungis merki um ađ lítiđ sé um fundarhöld hjá öđrum nefndum bćjarins.
Hér ađ neđan má sjá hvenćr síđasti skráđur fundur er hjá einstökum nefndum og ráđum.
- Atvinnumálaráđ: 6. mars 2007
- Bćjarráđ: 17. apríl 2007
- Bćjarstjórn: 29. mars 2007
- Félagsmálaráđ: 26. febrúar 2007
- Frćđslumálaráđ: 28. febrúar 2007
- Hafnarstjórn: 27. mars 2007
- Húsnćđisnefnd: 10. janúar 2007
- Íţrótta- og ćskulýđsráđ: 23. janúar 2007
- Landbúnađarnefnd: 24. janúar 2007
- Menningarráđ: 22. mars 2007
- Umhverfismálaráđ: 10. apríl 2007
Ţađ er einnig greinilegt ađ sumar nefndir á vegum bćjarfélagsins funda sjaldan. Ţađ vekur upp ţá spurningu hvort ekki sé rétt ađ fćkka nefndum innan bćjarkerfisins. Til gamans má geta ţess ađ um 5% íbúa Bolungarvíkur eru ađalmenn í nefndum og ráđum á vegum bćjarfélagins. Ţađ er ótrúlega hátt hlutfall og jafngildir ţví ađ ég Reykjavík sćti nćrri 6 ţúsund manns í nefndum og ráđum á vegum borgarinnar.
Bloggar | Breytt 23.4.2007 kl. 12:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Víkari vikunnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. apríl 2007
Ég á afmćli í dag
Ţađ er komiđ sumar - samkvćmt dagatalinu. Ţessi 31. afmćlisdagur minn er ţó ekkert sérstaklega sumarlegur, allt er orđiđ hvítt og norđaustanáttin í kaldara og hvassara lagi. Kuldalegt veđriđ fékk mig til ađ kúra ađeins fram á morguninn en ađ lokum dreif ég mig á fćtur til ađ geta tekist á viđ verkefni dagsins.
Afmćlisdagurinn minn virđist alltaf hitta á annasaman tíma hjá mér, á skólaárunum var próflestur í hámarki í kringum 21. apríl en eftir ađ viđ tók nám í skóla lífsins hefur ćtíđ veriđ álagspunktur í vinnunni hjá mér á vorin. Ţađ verđur ţví líkt og áđur lítiđ um hátíđarhöld hjá mér í tilefni afmćlisdagsins. Á dagskránni í dag er ţó fótbolti og matur hjá mömmu.
Ásgeir Ţór á líka afmćli í dag, ég óska honum innilega til hamingju međ fertugsafmćliđ.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Vestfirskir sleikipinnar
Mér til mikillar ánćgju hefur vefsvćđi Vestfirskra sleikipinna loksins veriđ uppfćrt. Nýjasta fćrslan fjallar um mögulega ađkomu tveggja bolvískra fastagesta skemmtistađarins Pravda ađ brunanum mikla í miđborg Reykjavíkur í gćr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Föstudagurinn ţrettándi
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Íslenska 103
Hvađ ćtli ţađ séu margar stafsetningarvillur/málfrćđivillur í ţessari frétt sem birtist á Vísi.is fyrr í kvöld?
Eldur kom upp í bát
Kviknađi í bát suđvestur af Ryti viđ Ísafjarđardjúpi rétt um kvöldmataleitiđ í kvöld. Tveir menn voru í bátnum. Ađ sögn vađstjóra á Ísafirđi náđu mennirnir ađ slökkva eldinn, en báturinn varđ vélvana og ţurfti ţví ađ kalla á hjálp. Sćdísin frá Bolungavík kom á stađin og er báturinn vćntanlegur til hafnar í Bolungavík um klukkan hálf tíu. Upptök eldsins eru ókunn."
Ég átti hreinlega í erfiđleikum međ ađ lesa mig í gegnum fréttina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Kosningar
Vinsćldir www.vikari.is hafa veriđ ađ aukast undanfariđ og ţykir vefurinn nógu álitlegur til ađ stjórnmálaflokkar vilji auglýsa ţar. Ég grćt ţađ ekki enda byggist rekstrargrundvöllur www.vikari.is núorđiđ á auglýsingasölu. Ţađ er svo spurning hvort ađrir flokkar fylgi í kjölfar Sjálfstćđisflokksins.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Auđveldara ađ eyđa en afla
Afi heimsćkir mig reglulega í vinnuna og oftar en ekki rćđum viđ veđurfariđ og aflabrögđin hér í Víkinni. Í dag barst taliđ hins vegar ađ bćjarmálunum. Afi var í hreppsnefnd Hólshrepps á sínum tíma og hefur ţví eđlilega mikinn áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Gamli mađurinn sagđi mér frá fundi sem hann hafđi nýlega setiđ ţar sem til umfjöllunar voru tillögur um endurbćtur á íbúđum aldrađra hér í bć.
Ţar sem bág fjárhagsstađa Bolungarvíkurkaupstađar hefur veriđ mikiđ rćdd í fjölmiđlum ađ undanförnum vissi afi ađ ţađ vćru litlir sem engir peningar í bćjarkassanum. Ţví spurđi hann hvort ţađ vćri til einhverjir fjármunir til ađ ráđast í framkvćmd sem ţessa. Ég veit ekki nákvćmlega hvađa svör afi fékk viđ ţessari spurningu en hann upplýsti mig um ađ í gamla daga hefđu menn alltaf ţurft ađ vera búnir ađ afla peninganna áđur en ţeim var eytt. Ég las ţađ einnig út úr frásögn afa ađ nú í dag ćtti fyrst ađ framkvćma en svo síđar meir ćtti ađ reyna ađ fá styrki til ađ fjármagna verkin. Ţetta var nokkuđ sem gamli mađurinn átti erfitt međ ađ skilja.
Afi kvaddi mig međ ţeim orđum ađ ég ćtti ađ muna ţađ vćri mikiđ auđveldara ađ eyđa peningum en ađ afla ţeirra.
Ţessi orđ ćttum viđ öll ađ hafa í huga ţegar viđ stöndum frammi fyrir ákvörđunum sem snerta fjárhag okkar.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Miđvikudagur, 4. apríl 2007
Kastljósiđ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Ástarhóllinn
Ein af skemmtilegri hugmyndum sem ég hef heyrt undanfarin misseri er ćttuđ frá skáldinu Trausta úr Vík. Hér er ég auđvitađ ađ vísa til hugmynda hans um "Ástarhólinn" svokallađa. Hér kemur lýsing Trausta á hugmyndinni eins og hún var sett fram í bréfi til ađstandenda Ástarvikunnar í Bolungarvík á sínum tíma:
"Í tilefni ástarviku langar mig ađ koma á framfćri hugmynd sem hefur setiđ í mér síđan ég kyssti fyrstu stúlkuna á skellinöđruárum mínum í Bolungarvík, á síđasta áratug síđustu aldar.
Ţannig er mál međ vexti, ađ beint ofan af vitanum á Óshlíđinni, liggur vegaslóđi upp á litla náttúrulega syllu í fjallinu. Ţađan er frábćrt útsýni yfir allan bćinn, sér í lagi á góđum sumardegi.
Á ţessum stađ fór ég međ stúlkuna áđurnefndu aftan á mótorfák mínum gagngert til ađ ţrýsta vörum mínum upp ađ hennar. Hef ég trú á ađ hinar náttúrulega ađstćđur, hin guđdómlega umgjörđ, og hiđ stórbrotna útsýni hafi lagt mun meira á vogarskálarnar heldur en útgeislun mín, sjarmi og persónutöfrar, enda óreyndur međ öllu og ungur ađ árum. Síđan ţá hef ég kysst marga stúlkuna, einmitt sökum útgeislunar, sjarma og persónutöfra auđvitađ, en aldrei undir jafn rómantískum og fallegum ađstćđum.
Hugmyndin er einföld og ćtti ekki ađ kosta mikiđ:- Laga vegaslóđann svo bílar eigi auđvelt međ ađ komast á pallinn.
- Merkja leiđina fyrir umferđ vel og vandlega, (á ensku jafnt sem íslensku) svo ekki fari hún framhjá vegfarendum.
- Gera útsýnispallinn snyrtilegan og auđveldan bílaumgangi.
Ţetta er nú kjarninn í hugmyndinni. Einnig vćri hćgt ađ koma fyrir gestabók, ţar sem elskendur gćtu jafnvel tjáđ tilfinningar sínar međ ljóđum eđa öđru slíku. Eflaust vćri pólitísk réttsýni ađ hafa ţar smokkasjálfsala, a.m.k. međan ástarvikan stendur EKKI yfir..."
Hugmyndin um Ástarhólinn er einföld í framkvćmd og er aldrei ađ vita nema ráđamenn í Bolungarvík taki hana upp á sína arma einhvern daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)