Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Eins dauði er annars brauð
Hafnfirðingar hafa hafnað nýju deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir stækkun álvers í Straumsvík. Aðeins 88 atkvæði skildu að "stríðandi" fylkingar og er það lítið í ljósi þess að tæplega 13 þúsund manns greiddu atkvæði. Sagan segir að íbúar Húsavíkur fagni þessum úrslitum því nú sé alveg ljóst að álver rísi þar í náinni framtíð.
Ég tók ekki afstöðu í þessu innbæjarmáli þeirra Hafnfirðinga en ef ég hefði getað óskað mér einhverrar niðurstöðu úr þessum íbúakosningum þá hefði það verið jafntefli, þ.e. að atkvæði hefðu fallið nákvæmlega jafnt á milli þeirra sem voru fylgjandi og þeirra sem voru á móti. Þá hefðu fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar líklega fengið að taka ákvörðun í málinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. mars 2007
Bæjarráðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
ZERO
Af hverju ekki Ísland með... ZERO Vestfirði?
Svarið er augljóst, Ísland væri ljótt og asnalegt án Vestfjarða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Eliza Wrona
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. mars 2007
Draumastarfið
Atvinnumálin eru mér hugleikin þessa dagana. Af því tilefni datt mér í hug að leggja fyrir ykkur einfalda spurningu sem ég hvet ykkur til að svara með kommenti.
Við hvað vildir þú helst af öllu starfa - hvert er þitt draumastarf?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Bolvíkingar án enska boltans næsta vetur?
Það þó ekki víst að bolvískir fótboltafíklar þurfi að vera svartsýnir vegna útsendinga enska boltans næsta vetur því það mun vera hægt að leysa málið á einfaldan hátt. Það er hægt að þrýsta á um að Digital Ísland setji upp annan sendi til að geta annað útsendingunum líkt og gert hefur verið (eða er fyrirhugað) á Ísafirði og Hnífsdal. Auk þessa gæti ADSL-sjónvarpskerfi Símans hugsanlega komið útsendingum enska boltans til væntanlegra áskrifenda.
Bolvíkingar eru þekktir fyrir að bregðast við breyttum aðstæðum og sannaðist það rækilega þegar SkjárEinn keypti sýningarréttinn að enska boltanum á sínum tíma. Það vakti þjóðarathygli þegar við söfnuðum peningum meðal íbúa bæjarins til að geta kostað uppsetningu sjónvarpssendis. Kannski þurfum við að endurtaka leikinn í ár.
Óháð því hvort Bolvíkingar hafa möguleika á að sjá enska boltann næsta vetur er nokkuð ljóst að það mun þurfa að greiða áskrift að nýju sjónvarpsstöðinni, spurningin er bara hve dýr sú áskrift verður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Víkari.is
Ég er búinn að halda úti bolvíska fréttavefnum www.vikari.is í rúmlega 4 ár. Ég hugsa að fáir geri sér grein fyrir hve mikil vinna liggur á bakvið vefinn en lauslega má ætla að það sé að jafnaði 1 klukkutími á dag, alla daga ársins. Að mínu mati hefur þessum tíma hingað til verið vel varið og á þessum 4 árum hafa Bolvíkingar nær og fjær sem og aðrir netverjar getað fylgst með helstu fréttum úr Víkinni.
Í dag urðu ánægjuleg tímamót í sögu Víkari.is þegar ég réði mér starfsmann til að sjá um fréttaskrif. Þar er þungu fargi af mér létt. Frá og með deginum í dag mun Ragna Jóhanna Magnúsdóttir gegna starfi fréttastjóra á Víkari.is. Ég býð Rögnu velkomna til starfa og ég efast ekki um að samstarf á okkar á þessum vettvangi á eftir að verða farsælt. Þetta er þó ekki eini samstarfsvettvangur okkar Rögnu því eins og flestir vita erum við 2/3 hluti minnihluta bæjarstjórnar Bolungarvíkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Nafnleysi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. mars 2007
Heimilisstörfin og orlof húsmæðra
Eftir að hafa þurft að dveljast heima í nokkra daga vegna veikinda var mér farið að leiðast að geta ekki gert eitthvað gagn. Ég tók mig því til og þreif húsið hátt og lágt um helgina og kórónaði dugnaðinn með kökubakstri. Þrátt fyrir að mér þyki nokkuð tl þess koma að vera duglegur í húsverkunum eru þetta einungis venjuleg störf húsmæðra, þeim finnst ekkert tiltökumál að sinna slíkum verkum á degi hverjum. Ég ber mikla virðingu fyrir húsmæðrum, þær eiga lof skilið fyrir ómælt vinnuframlag á heimilum þessa lands í gegnum tíðina.
Í framhaldi af orðum mínum hér að ofan um heimilisstörfin má geta þess að til er nokkuð sem heitir orlof húsmæðra en til slíkra orlofa greiða sveitarfélög árlega að lágmarki 100 krónur á hvern íbúa í sveitarfélaginu. Þannig greiðir til að mynda Bolungarvíkurkaupstaður rúmlega 90 þúsund krónur á ári til orlofa húsmæðra. Þó svo að þetta sé ekki há fjárhæð í rekstrarreikningi bæjarfélagsins fannst mér ástæða til að ræða þennan lið sérstaklega í sambandi við fjárhagsáætlunargerðina hjá okkur í desember.
Mér fannst sérstakt að bæjarfélagið væri að leggja fjármuni í orlof húsmæðra því ég sá engan lið þar sem fjármunir voru lagðir í orlof húsfeðra. Á tímum háværar umræðu um jafnrétti kynjanna og breyttrar verkaskiptingu á heimilum finnst mér skrítið að ekki væri veitt fjármunum til orlofs beggja kynja.
Yfirstandandi þingi er nýlokið og því ekki hægt að breyta lögum nr. 53/1972 um orlof húsmæðra að sinni en ég vænti þess að þeir þingmenn sem kjörnir verða til setu á Alþingi nú í maí taki þessi til endurskoðunar sem allra fyrst.
Fyrsta skrefið væri að breyta heiti laganna yfir í "lög um orlof húsmæðra og húsfeðra". Þá þyrfti að breyta nokkrum lagagreinum til að gæta jafnréttis kynjanna, til dæmis væri ekki úr vegi að kveða á um að í orlofsnefndum skuli eftir fremsta megni hafa jöfn hlutföll kynjanna. Það þarf einnig að breyta 6. grein laganna þar sem í stað "Sérhver kona..." kæmi "Sérhver karl eða kona..." Sömu sögu er að segja af 7. greininni en þær leiðréttingar skýra sig sjálfar.
Ég vil sem sagt að jafnréttis sé gætt frá báðum hliðum, það sem einungis hefur verið karla verði einnig kvenna og það sem einungis hefur verið kvenna verði einnig karla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 18. mars 2007
Blogg á bb.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)