Færsluflokkur: Tónlist

Flashback: DJ Bobo

Á dögunum fékk ég þær fréttir að svissneski söngvarinn og plötusnúðurinn DJ Bobo myndi taka þátt í Eurovision söngvakeppninni fyrir hönd þjóðar sinnar í ár. Þetta voru gleðileg tíðindi þar sem DJ Bobo átti nokkra góða smelli á árunum 1993-1994 en á þeim tíma var DJ Bobo líklega á hátindi ferils sín. Ég get ekki sagt að lagið "Vampires Are Alive" heilli mig en gömlu lögin frá DJ Bobo vekja upp hjá mér góðar minningar.

Somebody Dance With Me var fyrsti smellur DJ Bobo og kom út árið 1993 en lagið er endurgerð á gamla Rockwell slagaranum Somebody's Wathcing Me. Lögin sem fylgdu í kjölfarið voru Keep On Dancing. Take Control og Everybody. Árið 1994 kom breiðskífan There Is A Party út og af henni nutu nokkuð lög vinsælda, þar á meðal voru titillagið There Is A Party, Love Is All Around, Let The Dream Come True og Freedom.

Hægt er að nálgast þessar klassísku eurodance perlur með því að smella á tenglana hér að ofan.


Vestfjarðaóður

Mér hefur alltaf þótt vænt um lagið "Vestfjarðaóður" sem bolvíska hljómsveitin KAN sendi frá sér árið 1984. Þegar texti lagsins er skoðaður má sjá lýsingar á því hvernig lífið í þéttbýlinu við Djúp var á þeim tíma, allt séð með augum aðkomumannsins Herberts Guðmundssonar. Textinn við lagið er eitthvað á þessa leið.

Ég bjó á verbúð í Bolungarvík

Þar var nóg um vinnu, blómlegt líf

Við spiluðum um helgar, vítt og breytt

Á Ísafirði og Hnífsdal, Bolungarvík

 

Fjallanna óður seiddi mig

Ég virtist skilja sjálfan mig

Eins og úr fjarskanum segja mér

Því ekki að dvelja lengur hér

 

Fjallanna óður...

 

Þar stundar fólkið böllin af lífi og sál

Og allir skemmta sér, Hallelujah! Skál!

Helgi eftir helgi, eins og ekkert sé

Ég skil ekkert í því, hvar fá menn allt þetta fé?

 

Fjallanna óður...

 

Er þetta ekki það sem okkur Vestfirðinga dreymir um í dag? Við viljum að hér sé næga vinnu að fá og að lífið sé blómlegt.


Eliza Wrona

Mér að það sönn ánægja að bjóða upp á Eliza Wrona sem er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Grjóthrun í Hólshreppi en sveitin er einmitt aðalnúmerið á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður í ár.

Játningar

Ég fjárfesti í The Confessions Tour DVD/CD disknum með Madonnu í dag. Það er skemmst frá því að segja að diskurinn er frábær enda er alltaf flott show í á tónleikum með poppdrottningunnni. Á tónleikunum er umdeilt atriði þar sem Madonna er krossfest á diskókrossi... mig minnir að kirkjunnar menn hafi viljað banna atriðið en mér fannst það bara flott.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband