Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 8. júní 2007
Þeir fiska sem róa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. júní 2007
Stærðfræði
Það þykir eflaust mjög nördalegt að taka þátt í keppni þar sem færni í stærðfræði ræður úrslitum. Á mínum yngri árum þótti ég frekar sterkur í stærðfræðinni og tók m.a. þátt í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og komst þar í úrslit eitt árið. Ég var og er afskaplega stoltur af þessum árangri en því miður dofnaði áhuginn á stærðfræðinni með árunum.
Þegar ég fletti Mogganum í dag fylltist ég stolti því þar sá ég frétt um góðan árangur nemenda í Digranesskóla í norrænni stærðfræðikeppni grunnskólabarna en með fréttinni fylgdi mynd af bróðurdóttur minni, Fríði Halldórsdóttur, sem var ein þeirra sem tók þátt í keppninni. Það sem vakti hvað mesta athygli í verkefni 9. E í Digranesskóla var að þau komust að því að það þarf 100 (80 ára gömul og 23 metra há) eikartré til að búa til parket fyrir íþróttahús sem er 42 x 42 metrar að stærð.
Þegar Fríður var spurð að því hverju hún þakkaði árangurinn í keppninni var hún með svarið á hreinu - góður stærðfræðikennari gerði gæfumuninn. Það verður seint efast um mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu í skólum landsins, ég þekki það af eigin raun að færni í stærðfræði opnar dyrnar að endalausum möguleikum í námi og starfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Birgir Leifur á Syðridalsvelli?
Fréttavefurinn bb.is birti í dag frétt um að kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hefði leikið á 73 höggum á opna welska meistaramótinu í golfi. Með fréttinni fylgdi mynd af kylfingi sem er að undirbúa teighögg á 1. braut Syðridalsvallar í Bolungarvík. En myndin er ekki af Birgi Leifi Hafþórssyni atvinnukylfingi frá Akranesi heldur er þarna um að ræða Bolvíkinginn Birgi Olgeirsson. Kannski eru þetta mistök af hálfu blaðamanna bb.is en mér finnst þetta bara merki um góðan húmor hjá þessum ágæta fréttavef.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 28. maí 2007
Holtastígur
Ég fór á fína tónleika með Jóni Ólafssyni í Víkurbæ í kvöld. Þar flutti Jón mörg af sínum bestu lögum, m.a. þau sem eru á nýju plötunni hans sem heitir "Hagamelur". Jón sagði nafngiftina á plötunni vera þannig til komna að hann býr við Hagamel og hún er tekin upp í hljóðveri við Hagamel. Bítlarnir gáfu einnig út plötu sem nefnd var eftir götunni þar sem hljóðverið var en sú plata heitir "Abbey Road" eftir samnefndri götu í Liverpool.
Fyrir rúmlega 4 árum síðan setti ég saman 7 laga geisladisk með eigin lögum en gat aldrei fundið neitt gáfulegt nafn á hann - líklega hefði ég átt að gefa honum nafnið "Holtastígur". Næsti diskur gæti í framhaldinu fengið nafnið "Völusteinsstræti".
Bloggar | Breytt 30.5.2007 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Innanbæjarkappakstur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Best geymda leyndarmál Vestfjarða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Valkvíði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Heima er best
Eftir gott frí á Spáni er ég aftur kominn heim í Víkina mína. Það er alltaf gott að koma heim úr fríi og það fylgir því alltaf góð tilfinning að sjá Bolungarvíkina birtast þegar keyrt er framhjá Óshólavitanum - það fer nefnilega um mann einhver sælustraumur sem sýnir hve góðar taugar maður hefur til heimabæjarins. Ég tók um 180 ljósmyndir í Spánarferðinni og munu einhverjar þeirra birtast hér á næstunni.
Það er stór helgi framundan, Alþingiskosningar og Eurovision á laugardag. Ég vona að úrslitin í báðum tilvikum verði Íslendingum hagstæð. Úrslitin í Eurovision eru í höndum annarra Evrópuþjóða en úrslit alþingiskosninganna eru í höndum íslensku þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Islantilla: Dagur tíu
Það er farið að styttast í heimför hjá okkur hér á Islantilla. Síðasti golfdagurinn var í dag og að venju fór þá fram ÚÚ-mótið. Ég náði ekki að koma mér á verðlaunapall í þetta skiptið en það gengur bara betur næst.
Ég spilaði holur 1-18 í ÚÚ-mótinu í dag og fékk 10 punkta á 1-9 og 15 punkta á 10-18. Þetta er svo sem viðunandi árangur en ég hefði getað gert miklu betur. Eftir mótið spilaði ég holur 19-27 og fékk þá 17 punkta og var að spila mjög vel. Ánægðastur var ég að fá auðelt par á síðustu holunni og það besta veganestið sem ég gat fengið út í íslenska golfsumarið. Fyrir þá sem hafa áhuga á höggafjölda þá var ég með 54 högg á 1-9, 49 högg á 10-18 og 46 högg á 19-27.
Það kom berlega í ljós í dag að ég er orðinn nokkuð góður járnaspilari og voru mörg höggin mín með 4-járninu í dag algjörlega fullkomin. Ég þarf því ekki lengur að notast við bratartré, svo mikið er víst.
Á morgun höldum við heim á leið. Þessa dagana er 25-30 stiga hiti hér á Spáni en mér skilst að hitastigið sé þó nokkuð lægra heima á Íslandi, það verða því mikil viðbrigði að koma heim í kuldann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. maí 2007
Islantilla: Dagur níu
ÚÚ-mótið er á morgun en þar munum við leika holur 1-18 í punktakeppni. Ég á rástíma kl. 9.20 og verð þar í góðum hópi með Svenna, Gassa og Dodda. Ég geri ekki ráð fyrir að lenda á verðlaunapalli í þetta skiptið en vonast eftir að mótið verði skemmtilegt.
Þrátt fyri að skorið væri ekki upp á sitt besta í dag þá var ég að slá mjög vel. Næstum öll drævin voru þráðbein og löng og járnahöggin voru fín. Ég var að klikka á stutta spilinu og púttunum en ef það kemst í lag á morgun gæti ég gert góða hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)