Valkvíði

Ég hitti mann í gær sem sagðist vera haldinn "valkvíða" vegna kosninganna á morgun. Hann sagði að slíkur kvíði lýsti sér þannig að hann stæði frammi fyrir mörgum góðum valkostum en vissi ekki hvern hann ætti að velja. Þannig mætti líkja því að ganga að kjörborðinu á morgun við það að koma inn í Gamla bakaríið og þurfa að velja á milli allra kræsinganna þar. Ferðirnar í Gamla bakaríið enda alltaf á því að kringlurnar góðu eru keyptar - sama hvað annað freistandi er í boði. Þannig er þetta líka í kosningunum, ef okkur líkar sá flokkur sem við höfum áður kosið þá eru miklar líkur á að við kjósum hann aftur. Það er nefnilega auðveldara að halda sig við fyrra val en að breyta því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband