Tannheilsa Samfylkingarinnar

Það er margt skrítið í íslenskri pólitík. Það nýjasta sem ég heyrði var að ástæðan fyrir því að ég væri með skemmdar tennur og þyrfti að borga tannlækni fyrir að lina kvalir mínar þegar ég fengi tannpínu væri að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins byðu ekki ókeypis tannlæknaþjónustu.

Mikið er ég feginn að heyra þetta, nú get ég gleymt því að ég hafi borðað of mikið af sætindum og sleppt tannburstun á barnsaldri. Ég skelli bara skuldinni á yfirvöld, það er víst þeirra að borga fyrir syndir mínar... eða svo segir Samfylkingin.

En ég trúi ekki á svona kosningaloforð, ég gæti aldrei hugsað mér að láta skattgreiðendur borga fyrir að ég hafi tekið slæmar ákvarðanir í lífinu - það er mitt að axla ábyrgðinni af eigin gjörðum og einmitt þess vegna kýs ég ekki Samfylkinguna.

X-D er það eina er það eina rétta í stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en hvernig væri baldur ef að við mundum hækka skatta eða að maður borgi alltaf i "lækningasjóð" og allir fengu "fría" grunn tann og læknisþjónustu? það er í nokkrum löndum. en svona er þetta

Birgir Olgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Það væri nær að niðurgreiða kostnað vegna slæmrar sjónar en slæmrar tannheilsu - slæm sjón er yfirleitt meðfædd en ekki áunnin eins og skemmdar tennur eru.

Baldur Smári Einarsson, 29.4.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband