Islantilla: Dagur tvö

Það var sól og blíða á Islantilla í dag. Þó var frekar svalt fyrst í morgun og á köflum var töluverð hreyfing á logninu. Völlurinn hefur aldrei verið betri frá því ég fór að sækja Islantilla heim og eru það hrein forréttindi að fá að spila golf við svo góðar aðstæður.

Þrátt fyrir að spilamennskan hjá mér hafi ekki verið eins og hún gerist best get ég fullyrt að þetta er besti "fyrsti dagur" hjá mér til þessa. Það var ekki að sjá að ég hefði ekki snert golfkylfu í marga mánaði þegar ég sló fyrsta höggið af 10. teig kl. 8.48 í morgun.

Einn fugl leit dagsins ljós í dag og það var Grímur sem fékk hann á 15. braut þegar hann setti niður 10 metra pútt. Frekari upplýsingar um skorið hjá okkur verða birtar á morgun.

Þegar ég horfi tilbaka og met spilamennsku dagsins hjá mér má segja að eftirfarandi setning eigi vel við: "Það er betra að vera dautt ljón en lifandi hundur" - það var sem sagt ekkert skynsemisgolf spilað í dag.

Það er rástími hjá mér kl. 10.10 í fyrramálið og þar fæ ég að spila með einum fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi... ég vona að hann geti gefið mér einhver ráð sem geta bætt spilamennskuna hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband