Vestfjarðanefndin

Það líður að því að nefndin sem skipuð var til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum skili af sér. Nánar til tekið á nefndin að skila tillögum sínum til forsætisráðuneytis fyrir 11. apríl 2007.

Það verður fróðlegt að sjá í hverju tillögur nefndarinnar muni felast, mun nefndin leggja til almennar leiðir til lausnar vandanum eða verður áhersla lögð á sértækar aðgerðir?

Ég vænti þess að vinna nefndarinnar verði árangursrík og eigi eftir að færa okkur Vestfirðingum aukin tækifæri. Það er svo okkar að nýta þau tækifæri okkur til framdráttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gott hjá þér og sérstaklega að hafa mynd af Bolungarvík.  Því alltof margir halda að Vestfirðir væri ekkert nema Ísafjörður.  En hafðu ekki of miklar vonir um Vestfjarðanefndina.  Það verður bara eitt bullið enn, háskóli og hátækni ofl.  Þið megið vera stoltir Bolvíkingar að hafa haldið ykkar íbúatölu að mestu.

Gangi ykkur vel.

Jakob Falur Kristinsson, 10.4.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband