Efling atvinnulífs á Vestfjörðum - Verkefni Ríkisendurskoðunar

Þriðja tillagan okkar til eflingar atvinnulífs á Vestfjörðum tengist verkefnum Ríkisendurskoðunar og er svohljóðandi:

"Í dag sinnir Ríkisendurskoðun ýmsum verkefnum fyrir opinberar stofnanir, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem á landsbyggðinni.  Mörg þessara verkefna gætu auðveldlega verið unnin af einkaaðilum sem gætu sérhæft sig í ákveðnum málaflokkum.

Hægt væri að taka þá stefnumarkandi ákvörðun að jafnan yrði leitað fyrst til aðila utan Reykjavíkursvæðisins með slík verkefni.  Sem dæmi má nefna að á norðanverðum Vestfjörðum eru nú starfandi þrjár endurskoðunarstofur.  Rétt er að benda á að eitt vinsælasta námið í fjarnámi frá Vestfjörðum hefur einmitt verið nám í viðskipta- og rekstrarfræðum og eru því margir á svæðinu með slíka menntun."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Þetta eru fínar tillögur hjá ykkur - er ekki málið að senda þær á Vestfjarðarnefndina?

Í þessum málum eins og mörgum öðrum er allt framkvæmanlegt en þarf bara PÓLITÍSKAN vilja.

Bestu kveðjur, ALJ

Arna Lára Jónsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Þessar tillögur hafa nú þegar verið sendar á Vestfjarðanefndina en eru birtar hérna til að sýna hvað við teljum mögulegt að gera.

Ég er algjörlega sammála þér með að það þurfi fyrst og fremst pólitískan vilja til að efla opinbera starfsemi á Vestfjörðum.

Baldur Smári Einarsson, 27.3.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband