Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Auðvitað mætir maður á þorrablót!
Mér var boðið á hið eina sanna bolvíska þorrablót fyrir nokkrum dögum síðan. Ég verð að viðurkenna að ég er fullur eftirvæntingar og tilhlökkununar að fá loksins að fara á þetta rómaða þorrablót. Hvergi annars staðar mætir fók til blóts jafn prúðbúið og í Bolungarvík. Konurnar mæta í upphlut eða peysufötum og karlarnir í hátíðarbúningi eða dökkum jakkafötum. Þorrablótin gerast ekki þjóðlegri en í Bolungarvík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Bolungarvíkurgöng eða Óshlíðargöng?
Umhverfismálanefnd Ísafjarðarbæjar bókaði á fundi sínum í gær að jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ættu að heita Óshlíðargöng en ekki Bolungarvíkurgöng eins og samgönguráðherra hefur tilkynnt. Svo skemmtilega vill til að umhverfismálaráð Bolungarvíkur fundaði einnig í gær og af því tilefni var fært til bókar að því væri fagnað að jarðgöngin skuli hér eftir eiga að heita Bolungarvíkurgöng.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Jörðum Fischer í Bolungarvík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18. janúar 2008
Lífið er yndislegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Snjólaust í Bolungarvík
Á meðan fréttir berast af fannfergi sunnan heiða er Bolungarvíkin algjörlega snjólaus. Gallarnir eru að það er engin leið að búa til snjókalla eða snjóhús og ekki er hægt að renna sér á snjóþotu innan bæjarmarkanna. Kostirnir eru þeir helstir að göturnar eru Lexus-færar og því slepp ég við áhyggjur af jeppakaupum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Betra líf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 29. desember 2007
Er dræverinn þinn löglegur?
Í "24 stundum" í dag er sagt frá nýjum reglum um stærð og gerð "drævera" en reglurnar taka gildi á nýju ári. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að þarna er um að ræða tiltekna tegund golfkylfa sem oftast eru notaðar til að slá fyrsta högg af teig. En þessar nýju reglur gera það að verkum að kylfur sem áður voru löglegar eru það ekki lengur. Á heimasíðu Royal & Ancient, St. Andrews: www.randa.org eru reglurnar útlistaðar nákvæmlega og tekið fram hvaða dræverar standast reglurnar hverjir ekki.
Þið sem viljið kanna hvort ykkar dræver er löglegur getið farið yfir þennan lista. Í einhverjum tilvikum eru það einungis ákveðnar sérstakar týpur sem eru ólöglegar, t.d. í mínu tilviki. Ég á TaylorMade R580 XD sem er á lista yfir ólöglega drævera en eftir því sem ég fæ best séð er hann samt sem áður löglegur vegna þess að andlit kylfunnar er ekki slétt heldur með "score"-línum í miðju þess.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. desember 2007
Veðrið
Þegar fátt er um umtalsefni getur verið gott að tala um veðrið. Hér í Bolungarvíkur hefur verið skrítið veður í dag. Fyrir kvöldmat var þreyfandi bylur en eftir kvöldmat var grenjandi rigning með tilheyrandi vatnsflaumi á götum bæjarins. Til dæmis var Vitastígurinn sem ólgandi fljót þegar ég rölti niður í Einarshús á aðalfund Golfklúbbs Bolungarvíkur í kvöld. Þá segja fjölmiðlar frá aurskriðu sem lokaði Hnífsdalsvegi í kvöld og vegfarendum er ráðið frá því að keyra veginn um Óshlíð vegna hættu á aurskriðum. Á þessum árstíma eigum við frekar von á því að snjóflóð ógni umferð um Óshlíðarveg en svona er nú veðurfarið orðið skrítið hjá okkur. Klukkan 7 í kvöld var 1 stigs hiti hér í Bolungarvík en nú klukkan 11 er 12 stiga hiti - það er ekki eðlilegt ástand á þessum árstíma.
Aðalfundur Golfklúbbs Bolungarvíkur fór fram í kvöld og þar var Guðbjartur Flosason kjörinn formaður. Ég er þó enn viðloðandi stjórn klúbbsins en mun sitja sem varaformaður næsta árið. Þórður Vagnsson var kjörinn ritari og Guðrún D Guðmundsdóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur verða Arnar Smári Ragnarsson, Páll Guðmundsson og Unnsteinn Sigurjónsson. Afkoma GBO var góð á árinu 2007 en klúbburinn var með góðan hagnað á starfsárinu, á dágóða bankainnistæðu og er algjörlega skuldlaus.
Bloggar | Breytt 18.12.2007 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Rimlar hugans
Mér finnst við hæfi að birta smá kafla úr bókinni þar sem Einar Már segir frá vini sínum Baldri sem hafði yfirgefið konu sína og börn fyrir hana Jane sem var amerískur endurskoðandi af norskum ættum.
"Jane trúði því að hún hefði verið send til Dalvíkur af yfirnáttúrulegum öflum og Baldur fékk hugljómun, yfirgaf konu og börn, og fylgdi henni eins og mormóni yfir hafið, alla leið til Ameríku. Fyrirtækið hans, Balli, sem framleiddi nuddpotta og beið eftir að vinna markaði í fjarlægum löndum, fór á hausinn, en í það hafði reyndar stefnt um hríð. En það var ekki Baldri að kenna, heldur Byggðastofnun og gott ef ekki Framsóknarflokknum sem stjórnaði Byggðastofnun einsog flestu öðru. Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna."
Reyndar mættu ansi margir síðustu tvær setningarnar til sín: "Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna." Mér finnst alltof lítið um að fólk líti í eigin barm og viðurkenni mistök sín, þess í stað er fólk í stöðugri afneitun og reynir að skella skuldinni á aðra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Fæðingardagurinn
Pabbi var að taka til í gömlum skjölum hjá sér og rakst þar á fæðingar- og skírnarvottorð sem var gefið út í tilefni af því að sonur hans Baldur Smári hafi komið í heiminn og verið skírður í Hólskirkju. Mér krossbrá þegar pabbi rétti mér vottorðið, sem er undirritað af sjálfum Gunnari Björnssyni þáverandi sóknarpresti í Bolungarvíkurprestakalli, því þar stendur að ég sé fæddur 20. apríl 1976 en ekki 21. apríl eins og ég hef alltaf haldið. Mamma er samt með það á hreinu að ég hafi komið í heiminn að kvöldi 21. apríl 1976 en ég ætla samt að láta séra Agnesi fletta þessu upp í kirkjubókum Hólskirkju til að ganga úr skugga um að þar sé skráður réttur fæðingardagur.
Bloggar | Breytt 13.12.2007 kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)