Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Krakkarnir í hverfinu
Það var líf og fjör á Holtastígnum í "gamla daga" enda áttu þá mörg börn heima í hverfinu. Þannig var það nú reyndar alveg fram til þess tíma þegar ég var að alast upp á 9. áratugnum en nú er því miður öldin önnur. Þegar þessi mynd var tekin undir lok 7. áratugsins áttu foreldrar mínir 4 börn á aldrinum 1-7 ára og í húsunum í kring voru einnig mörg börn á svipuðum aldri. Til dæmis bjuggu Addý og Dengsi á þeim tíma á Völusteinsstræti 13 og voru þar með 6 börn og það sjöunda átti eftir að bætast í systkinahópinn. Til gamans má geta þess að það er húsið þeirra sem er fyrir miðri mynd og það er einmitt heimili mitt í dag. Það má einnig geta þess að húsið er aðeins 105 fermetrar að stærð þannig að fermetrarnir í húsinu hafa verið vel nýttir. Ég ætti að vera vel settur næstu árin í þessu húsi enda má segja sem svo að ég geti bætt við mig 6 börnum áður en ég þurfi að fá mér stærra húsnæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. mars 2008
Þjóðólfsvegur
Svona var umhorfs á Þjóðólfsveginum seint á 7. áratugnum. Ekkert malbik, aðeins einbreiður malarvegur og byggðin rétt að teygja sig upp fyrir Hlíðarstrætið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 15. mars 2008
Svartur sjór af síld
Á 7. áratugnum var síldarævintýri við Íslandsstrendur og var þá oft svartur sjór af síld. Bæði pabbi og afi voru á síld á þessum árum og þóttu miklir aflaskipstjórar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Gamlar myndir
Ég notaði kvöldið til að skanna inn gamlar slides-myndir úr safni foreldra minna. Þar voru margar skemmtilegar myndir sem m.a. sýndu hvernig 17. júní hátíðarhöldin í Bolungarvík fóru fram á 7. áratugnum. Hér er það líklega sjálf Fjallkonan sem er í sviðsljósinu uppi á Skeiði, ég þekki ekki fólkið á myndinni... en mikið var bílafloti Bolvíkinga flottur á þessum tíma...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 7. mars 2008
Fjármálapælingar
Peningar eru dýrir í dag, vextir eru háir og erfitt er jafnvel fyrir stöndug fyrirtæki að fá peninga að láni. Lægð á verðbréfamörkuðum og veiking krónunnar hefur einnig áhrif á okkur öll, innfluttar vörur hækka í verði og erlendu lánin okkar verða dýrari. Á slíkum tímum eru lausnarorðin sparnaður og aðhald í fjármálum. Það þýðir að draga úr óþarfa eyðslu og fresta framkvæmdum. Það tekur á að neita sér um eitt og annað en til lengri tíma litið verður ekki hjá því komist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 2. mars 2008
Bolvískur sigur
Sigur Bolvíkinga í 2. deild Íslandsmót skákfélaga var aldrei í hættu enda var liðið skipað skáksnillingum á hverju borði. Á næsta ári verður því gerð atlaga að Íslandsmeistaratitlinum sem nú er í höndum Taflfélags Reykjavíkur. Ég óska bolvískum skákmönnum til hamigju með sigurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Gúrkutíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. febrúar 2008
Nýr Víkari
Nú er nýr www.vikari.is kominn í loftið. Nýi vefurinn er blár að lit líkt og bæjarmerki Bolungarvíkur og er það nokkur framför eftir rúmlega fjögur ár í KR-litunum. Samt sem áður er við því að búast að einhvað gott fólk eigi eftir að benda Víkarann við Sjálfstæðisflokkinn vegna bláa litsins. Ég vona að Bolvíkingar og aðrir lesendur www.vikari.is verði ánægðir með breytingarnar sem eiga að vera til batnaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Endurskoðun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Club Voice
Mér til mikillar ánægju er íslenska útvarpsstöðin Club Voice komin í loftið... eða réttara sagt á netið. Á Club Voice er ekkert kjaftæði og þar ræður hágæða rafvirkjapopp ríkjum allan sólarhringinn.
Dave Spoon ft. Lisa Maffia - Bad Girl (At Night)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)