Evrópa - hér kem ég!

Evrópumálin eru ofarlega í hugum margra þessa dagana og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Ég get þó viðurkennt að ég hef undanfarin 18 ár eða svo verið mjög hrifinn af evrópskri tónlist. Þetta byrjaði allt með dúettnum 2 Unlimited sem opnaði mér nýjan heim með lögunum "Get Ready For This" og "Twilight Zone". Í kjölfarið kom "No Limit" og þá opnuðust augu og eyru flestra af minni kynslóð fyrir þeirri tónlistarstefnu sem oftast hefur verið nefnd "Eurodance" eða "Eurothrash" - allt eftir því hvort menn hafi verið með tónlistarstefnunni eða á móti henni. Enn þann dag í dag hlusta ég á Evrópu og eitt af uppáhaldslögum mínum úr þeirri átt í dag heitir "Fairytale gone bad" og er flutt af DJ Gollum og Felixx. Þetta er tónlist sem hentar einkar vel til fitubrennslu og það kemur sér vel í ræktinni þessa dagana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband