Það var fyrir tveimur árum

Þrettándinn fyrir tveimur árum var mér mjög minnistæður en þá hitti ég hana Írisi Emblu í fyrsta sinn. Þá vorum við Harpa að stíga fyrstu skrefin í sambandi okkar og mættu þær mæðgur á álfabrennu í Bolungarvík. Litla prinsessan sem þá var næstum 3 ára gömul skildi ekkert í hvað mamma hennar var að tala við bláókunnugan mann og þegar við vorum að labba heim á leið sagði hún: "Mamma, á þessi maður konu?" Harpa svaraði: "Þú verður að spyrja hann að því." Íris Embla sneri sér þá að mér og spurði: "Átt þú konu?" Það kom nokkuð hik á mig en loks svaraði ég: "Nei, ekki ennþá."

Síðan eru liðin tvö ár og og ef ég væri spurður sömu spurningar í dag þá væri svarið á aðra leið. Á þessum tveimur árum hefur margt breyst í lífi okkar en Harpa og Íris Embla fluttu nokkrum mánuðum síðar í Víkina til mín og nú í haust gengum við Harpa í hjónaband. Þessi tvö ár hafa verið þau bestu í mínu lífi og ég er fullviss um að framtíðin verður ennþá betri.

 

Fjölskyldan á leið til Danaveldis

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Harpa er falleg og góð stúlka Baldur minn. Þú varst heppinn að krækja í hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband