Bakkamyndir

Stuttu áður en fartölvan mín lagðist í sumardvala hafði ég fengið nokkrar gamlar skannaðar ljósmyndir frá Halldóri Grétari bróður mínum. Þessar myndir voru úr safni ömmu okkar og afa "á Bökkunum" eins og við sögðum alltaf. Til upplýsingar má geta þess að þau hétu Margrét Halldórsdóttir sem hefði orðið 100 ára á þessu ári og Benedikt Elís Bachmann Jónsson sem var 5 árum eldri en amma. Þess má einnig geta að amma var skírð þegar Hólskirkja var vígð í desember 1908 þannig að hin 100 ára gamla Hólskirkja er mér afar kær.

Sparisjóður Bolungarvíkur er einnig 100 ára á þessu ári og af því tilefni er nú leitað að myndum úr mannlífi Bolungarvíkur síðustu 100 árin. Ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja í því sambandi og mun senda inn nokkrar myndir í þeirri von að ég hreppi einhver verðlaun. Þið hin sem eigið gamlar myndir frá Bolungarvík ættuð líka að taka þátt en hægt er að senda myndir á netfangið spbol@spbol.is eða koma með myndirnar í afgreiðslu Sparisjóðsins í Bolungarvík.

Hér að neðan eru tvær myndir úr safni ömmu og afa sem að mér sýnist voru teknar við heimili þeirra að Hafnargötu 120 einhvern tímann í gamla daga.

hafnargata
born
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir á einmitt mynd af þessum fínu stelpum. Pössunarpíurnar og ,,barnið" við teljum árin "68, "69 og"70 en ég man hvað við Anna vorum rosalega montnar að fá að passa Ástu.

Margrét Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband