Kúkur

Það virðist sem færslan mín frá því í gær um lærdóm minn af barnauppeldi hafi fengið einhverja til að setja fram kenningar um að ég meinti eitthvað annað með orðum mínum en það sem stóð í sjálfum textanum. Þeir sömu fá nú annað tækifæri til að setja fram nýjar kenningar.

Ég var svo "heppinn" að þegar ég byrjaði með Hörpu var Íris Embla hætt að nota bleyju og því hef ég ekki enn lært að skipta á barni. Þessa dagana er 2 ára gamall strákur í pössun hjá okkur og hann er enn á bleyjutímabilinu. Eftir kvöldmatinn sátu börnin fyrir framan sjónvarpið í stofunni og ég hélt að þá fengi ég nú frið til að leggja mig. En því var ekki að skipta, allt í einu bárust óhljóð úr stofunni og ég rauk fram til að kanna hvað væri í gangi. Mér til mikillar undrunar og lítillar gleði hafði strákgreyið fengið niðurgang með þeim afleiðingum að þunnur kúkurinn hafði farið í stofusófann. Þar sem ég hafði nú enga reynslu af bleyjuskiptum stóð ég nú frammi fyrir stórkostlegu vandamáli. Vanmáttur minn var slíkur að það eina sem mér kom til hugar var að kalla eftir hjálp frá Hörpu. Hún reddaði mér auðvitað, náði í drenginn og kom honum í nýja bleyju. Mér tókst nú samt að þrífa sófann sómasamlega, en mikið var ég nú feginn að hafa keypt svartan leðursófa en ekki hvítan sófa úr einhverju tauefni. Lærdómurinn af reynslu kvöldsins er skýr, ég verð að fara að læra að skipta á barni - sérstaklega í ljósi þess að frægasta kosningaloforðið mitt var að fjölga Bolvíkingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

hehehe....það er ekki af tilviljun sem svart er ávallt í tísku.  En hvernig menn ætla að finna einhverja metafóru í þessari sögu er mér hulin ráðgáta

Katrín, 2.9.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband