Åst er ekki ást!

Ástin réði ríkjum í sumarfríi fjölskyldunnar í Danaveldi. Ég taldi mig hafi fundið ástina á Jótlandi en eftir samtal við dönskumælandi systur mína komst ég að því að danska orðið Åst þýðir ekki ást. Danska orðið yfir ást er víst kærlighed og hefði ég nú átt að vita það eftir að hafa fengið 9 í dönsku á stúdentsprófi fyrir alltof mörgum árum síðan.

ast

En hvað þýðir annars danska orðið "Åst"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Líkalega austur...austurvegur.  Danir eiga ógurlega erfitt með að útskýra staðarheitin sín..reyndi einu sinni að fá útskýringu á Kokkendal....gekk ekki

Katrín, 23.7.2008 kl. 00:48

2 identicon

Ég er nú ekki mikill dönskusnillingur þó ég skilji hana ágætlega þegar hún er töluð. Þegar ég var í grunnskóla þá var nær helmingur bekkjarins sem skrifaði á prófi að við hefðum farið upp í fjall að "skide" ... okkar merking var sú að við værum að fara uppá fjall á skíði, en við vorum ekki með rétta orðið! Skide þýði víst eitthvað annað. 

Þannig ég segi pass við að reyna að þýða þetta fyrir þig ;)  

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:24

3 identicon

Vona að danmerkurferðin hafi verið ánægjuleg og litla daman notið Lególands.

Orðið åst finnst ekki í danskri orðabók, sem ég veit um allavega, en orðið ås þýðir löng aflíðandi brekka, eftir því sem ég kemst næst. 

Bara svona pæling, mér finnst þú ættir að halda þig við að þú hafir fundið ástarveginn, enda virðist þú vera á honum hvort sem er, svona dagsdaglega

Bið að heilsa í víkina fögru, sérstaklega mömmu þinni og pabba.

Kveðjur úr veldi dana, Valrún V , fyrrverandi nágranni.

valrun (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:48

4 identicon

Ég myndi helst giska á ost, en ég þori ekki að hengja mig upp á það, enda hef ég hvorki lesið né talað dönsku í 8 ár.....

Kamilla (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Katrín

hehe man þetta vel Guðbjörg  I skidede og skidede hele dagen

Katrín, 25.7.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband