Eisbaer

Prinsessan á heimilinu er afar forvitin um ísbirni þessa dagana enda hafa slík bjarndýr verið á flestra vörum undanfarna daga. Hún er viss um að ísbirnir séu vænstu skinn og tekur ekki mark á orðum okkar fullorðna fólksins um að ísbirnir geti verið hættulegir. Það dugir henni heldur ekki að horfa á ísbirni í sjónvarpinu, hún vill fá að "sjá þá út um gluggann". Þá rann það upp fyrir mér að við Bolvíkingar eigum auðvitað eitt stykki ísbjörn á náttúrugripasafninu okkar - og auðvitað mun Íris Embla fá að líta hann augum við fyrsta tækifæri.

Íris Embla fær að fara í fyrsta sinn til útlanda núna í vikunni en ferðinni er heitið til Legolands í Danaveldi. Við eigum ekki von á því að mæta ísbjörnum á ferð okkar um Danmörku en gætum  í staðinn yljað okkar við hlusta á þennan gamla techno-smell....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Goð rejse til dejlige Danmark

Katrín, 26.6.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband