Mánudagur, 26. maí 2008
Kappróður - Saman á sjó
Tvær góðar fréttir rak á fjörur mínar í dag og snerta báðar þeirra félaga úr '73 árgangnum í Bolungarvík. Fyrri fréttin var í Mogganum í dag þar sem segir frá því að Guðmundur Hrafn Arngrímsson hafi verið aðalforsprakkinn að stofnun róðrarfélags í Reykjavík en það félag ætlar að hefja kappróður til vegs og virðingar á Íslandi á ný. Hin fréttin kom úr bloggheimum þar sem upplýst var að Karl Hallgrímsson væri maðurinn á bakvið B-vaktina sem er með lag í úrslitum Sjómannalagakeppni Hátíðar hafsins og Rásar 2.
Báðar fréttirnar rötuðu inn á Víkari.is og þeir sem vilja kynna sér málið frekar geta gert það með því að smella á tenglana hér að neðan.
Hefja kappróður til vegs og virðingar á ný
Bolvískt lag í úrslitum í Sjómannalagakeppni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.