Birgir Leifur á Syðridalsvelli?

Fréttavefurinn bb.is birti í dag frétt um að kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hefði leikið á 73 höggum á opna welska meistaramótinu í golfi. Með fréttinni fylgdi mynd af kylfingi sem er að undirbúa teighögg á 1. braut Syðridalsvallar í Bolungarvík. En myndin er ekki af Birgi Leifi Hafþórssyni atvinnukylfingi frá Akranesi heldur er þarna um að ræða Bolvíkinginn Birgi Olgeirsson. Kannski eru þetta mistök af hálfu blaðamanna bb.is en mér finnst þetta bara merki um góðan húmor hjá þessum ágæta fréttavef.

birgir-leifur-olgeirsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Þú færir nú létt með að spila á 2-5 höggum undir pari í dag...

Baldur Smári Einarsson, 1.6.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband