Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari Alþingiskosninganna. Flokkurinn er áfram stærsti stjórnmálaflokkur landsins og bætir við sig 3% fylgi og 3 þingmönnum. Ríkisstjórnin hélt einnig velli en þó með minnsta möguleg mun, 32 þingmenn á móti 31 þingmanni stjórnarandstöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn á 1. þingmann í öllum kjördæmum og hefur yfir að ráða 25 af 63 þingsætum en sá flokkur sem kemur næst er Samfylkingin með 18 þingsæti.

Í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi, tapar Sjálfstæðisflokkurinn örlitlu fylgi en heldur sínum 3 mönnum og eru þeir allir kjördæmakjörnir. Jöfnunarsætið kom í hlut Frjálslynda flokksins og þar með er ljóst að Kristinn H Gunnarsson verður á þingi næstu 4 árin. Að mínu mati er Kristinn að vinna persónulegan sigur og sýnir framsóknarmönnum fram á að hann hafi tekið frá þeim töluvert fylgi og það sem mestu máli skiptir fyrir hann, tekið af þeim þingsæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Enda er hann afskaplega ánægður með sitt.

Dagný Kristinsdóttir, 13.5.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband