Sunnudagur, 29. apríl 2007
Á Spáni er gott að djamma og djúsa
Fyrir rúmlega ári síðan hélt ég upp á þritugsafmæli mitt hér á Islantilla á Spáni. Tímamótunum var að sjálfsögðu fagnað að vestfirskum hætti - með djammi og djörfum dansi. Það sem var eftirminnilegast frá þesum hátíðarhöldum var fræg gönguferð frá Lepe til Islantilla. Hér er endurbirt ársgömul frásögn af gönguferðinni...
Ég held ég gangi heim
Ég fór ásamt félögum mínum í ansi skemmtilega ferð á djammið í bænum Lepe á meðan ég var á Islantilla. Við þurftum að taka leigubíl frá hótelinu á Islantilla yfir til Lepe og á þessum slóðum þarf maður að panta bílinn báðar leiðir ef maður ætlar sér að fá far tilbaka því það er ekki boðið upp á leigubílaþjónustu að næturlagi. Leigubílstjórinn keyrði okkur að besta diskótekinu í bænum sem mig minnir að hafi heitið "Habinas" og við báðum um að verða sóttir aftur klukkan þrjú.
Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér konunglega á Habinas diskótekinu og var auðvitað eins og kóngur í ríki mínu á dansgólfinu umkringdur spænskum senjorítum ;o) Þegar klukkan var orðin þrjú var ég ekkert á því að fara heim en að lokum náði Stjáni að draga mig útaf dansgólfinu og útaf af diskótekinu. Þegar út var komið var farið að tékka á leigubíla málunum og auðvitað var engan leigubíl að fá. Þá voru góð ráð dýr. Ég var fljótur að sjá lausn á vandunum, ég ætlaði bara að ganga heim á hótel. Ég sannfærði Stjána um að þetta væri ekki nema svona 10-15 mínúta göngutúr og við héldum af stað. Það hefur eflaust verið fyndið að sjá okkur á röltinu þarna í vegarkantinum á myrkvuðum þjóðvegi "in the middle of nowhere". Þegar upp var staðið varð þetta rúmlega eins og hálftíma göngutúr og ég held að Stjáni blóti mér enn fyrir þessa vitleysu.
Það var auðvitað mikið hlegið að okkur daginn eftir en ég var nú bara stoltur af því að hafa gert þetta, maður leggur nú ýmislegt á sig til að komast á gott diskótek ;o) Eftir þessa frægðarför fékk ég gamalt íslenskt popplag á heilann og ég held að það eigi bara vel við í þessu tilfelli....
Þetta er búið að vera eitt brjálæðislegt geim.
Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.