Islantilla: Fyrsti dagurinn

Það er föstudagurinn 27. apríl í dag og ég er kominn til Spánar, nánar til tekið er ég staddur í smábænum Islantilla í Andalúsíu. Þar sem flugið var frekar seint í dag þá gafst ekki tími til að spila golf í sólarblíðunni sem heilsaði okkur á Spáni í dag. Þó er hægt að hugga sig við að rástími er kl. 8.48 í fyrramálið (kl. 6.48 að  íslenskum tíma!) þannig að það má búast við góðum skammti af golfi á morgun.

Það sem einkenndi daginn í dag var að ég þekkti ótrúlega marga í Leifsstöð í dag. Allir áttu það sammerkt að vera á leiðinni í golf, flestir voru á leiðinni til Spánar en aðrir voru á leiðinni til Svíþjóðar eða Lúxemborg.

Það fyrsta sem gert var við komuna til Islantilla var að heilsa upp á Enrique á hótelbarnum og panta hjá honum tvöfaldan gin í fanta lemon sem er afar svalandi drykkur. Ekki veitir af í öllum hitanum.

Það hefur verið skorað á mig að birta hér einhverjar tölur yfir skor manna í ferðinni. Mér finnst það lítið mál þó ég geti ekki lofað daglegum fréttum af gangi máli. Það væri eflaust ágætis tilbreyting frá stöðugum fregnum af fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum. Eitt af því góða við Islantilla er að hér er enginn að hugsa um pólitík, hér er það golfið sem á hug allra...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur frá Patró til ykkar. Mikið er öfundsvert ykkar hlutverk að eiga lemondrykkinn í kvöld og teiginn framundan í fyrramálið og hafa engar áhyggjur. Það verður greinilega að panta í hvelli fyrir haustið á Istlantilla.  Biðjum að heilsa öllum á vellinum.

Siggi Viggós Anna Skjöldur og Maja (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband