Laugardagur, 21. apríl 2007
Víkari vikunnar
Að undanförnu hefur www.vikari.is tekið ákveðnum efnislegum breytingum. Eftir að ég réð Rögnu, Vert í Kjallaranum, til starfa við vefinn hefur mér gefist tækifæri til að láta nokkra af upphaflegu draumunum mínum rætast. Einn þeirra var að byrja með dagskrárliðinn "Víkari vikunnar" þar sem Víkarar - nær og fjær - eru spurðir nokkurra léttra spurninga. Víkari þessarar viku er Magnús Már Einarsson en á undan honum hafa Katrín Gunnarsdóttir, Finnbogi Sveinbjörnsson og Jens Þór Sigurðarson verið þess heiðurs aðnjótandi að vera "Víkari vikunnar". Ég vona að þessi nýbreytni falli lesendum www.vikari.is vel í geð en til gamans má geta þess að yfir 600 manns heimsækja vefinn dag hvern.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.