Laugardagur, 21. apríl 2007
Ég á afmæli í dag
Það er komið sumar - samkvæmt dagatalinu. Þessi 31. afmælisdagur minn er þó ekkert sérstaklega sumarlegur, allt er orðið hvítt og norðaustanáttin í kaldara og hvassara lagi. Kuldalegt veðrið fékk mig til að kúra aðeins fram á morguninn en að lokum dreif ég mig á fætur til að geta tekist á við verkefni dagsins.
Afmælisdagurinn minn virðist alltaf hitta á annasaman tíma hjá mér, á skólaárunum var próflestur í hámarki í kringum 21. apríl en eftir að við tók nám í skóla lífsins hefur ætíð verið álagspunktur í vinnunni hjá mér á vorin. Það verður því líkt og áður lítið um hátíðarhöld hjá mér í tilefni afmælisdagsins. Á dagskránni í dag er þó fótbolti og matur hjá mömmu.
Ásgeir Þór á líka afmæli í dag, ég óska honum innilega til hamingju með fertugsafmælið.
Athugasemdir
Til lukku með daginn elsku Baldur. Ferlegt gamalmenni er hann Ásgeir Þór orðinn
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 21.4.2007 kl. 13:08
Til hamingu með afmælið.
Vestfirðir, 21.4.2007 kl. 13:09
Til hamingju með daginn Baldur Smári
Gunnar Þórðar
Gunnar Þórðarson, 21.4.2007 kl. 15:23
Til hamingju með daginn
Ingólfur H Þorleifsson, 21.4.2007 kl. 17:42
Til hamingju með daginn Baldur. Vonandi áttu góðan dag.
Magnús Már Einarsson, 21.4.2007 kl. 18:27
tilhamningju Baldur Smári með daginn og ef þú Ásgeir Þór skyldi kíkja hingað inn ´þá eru hamingjuóskir til handa þér
Katrín, 21.4.2007 kl. 19:20
Til hamingju með daginn
Jón Atli Magnússon, 21.4.2007 kl. 20:07
Það er ljóst að ég lít ekki á dagatal leikskólans á hverjum degi. Þú komst í Liverpoolheimsókn og fótbolta með mér en afmæliskveðjan gleymdist - ég vona að dagurinn hafi þrátt fyrir þessa augljósu annmarka verið skemmtilegur. Til hamingju með daginn þinn í gær.....
Grímur (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.