Sægreifar fái 100 Óshlíðargöng

Það geta fáir toppað kosningaloforðið sem frambjóðandi Samfylkingarinnar gaf sægreifum þessa lands á opnum stjórnmálafundi í íþróttahúsinu á Torfnesi á þriðjudaginn. Þar lofaði Össur Skarphéðinsson þeim útgerðarmönnum sem eiga veiðiréttindi á Íslandsmiðum bótum sem nemur hundruðum milljarða króna.

Nánar til tekið var eftirfarandi spurning lögð fyrir Össur Skarphéðinsson, þingmann og frambjóðanda Samfylkingarinnar: "Hvers mega þær útgerðir vænta sem fjárfest hafa í kvóta fyrir stóra peninga á undanförnum árum ef þið komist til valda?" Svar Össurar var á þá leið að "engin réttindi verði tekin af neinum nema að bætur komi fyrir". Ef notaðar eru tölur frá Grétari Mar Jónssyni, frambjóðanda Frjálslynda flokksins, um verðmæti aflaheimilda nema væntanlegar bætur fyrir þorskkvótann einan og sér hátt í 500 milljörðum króna.

Það er því andvirði rúmlega 100 Óshlíðarganga sem kvótaeigendur munu fá frá skattgreiðendum þessa lands komist Samfylkingin til valda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Baldur.

Það sem að mér fannst nú áhugaverðast við þetta svar hjá Össuri var að hann virðist alveg vera búin að gleyma firningakerfinu sem þau presinteruðu fyrir síðustu kosningar. Það sýnir nú hvað þetta er staðfastur flokkur.

Ingólfur H Þorleifsson, 20.4.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Sæll Baldur

Ég sá umræðurnar á RUV, þar var Össur áberandi hógvær og undirstrikaði að Samfylkinginn stæði ekki fyrir byltingarkenndum hugmyndum. Ég tel að það sé ekki verið að tala um kaup á kvótanum. Ingólfi vil ég svara með því að mig minnir að ég hafi heyrt Pétur Blöndal, þingm. Sjálfstæðisflokksins, varpa fram firningarleiðinni fyrir um 10 árum síðan. Þá var rætt um að mig minnir um að firna á 10 - 20 árum. Ég var stór hrifin af þeirri hugmynd Péturs og er það en. Það væri betur að sú leið hafi verið farin þá. Því þá væri stór hluti kvótans komin aftur í eigu þjóðarinnar.

Gylfi Þór Gíslason, 20.4.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Katrín

Já tók eftir þessu með bæturnar til sægreifana en tók einnig eftir því að Össuri tókst vel uppí daðriðnu við Einar og gárungarnar tala um bónorð í beinni

Katrín, 20.4.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Ég get tekið undir með þér Gylfi að einhvers konar "fyrningarkerfi" er líklega vænlegasta leiðin til að koma í veg fyrir að einstakir aðilar geti einokað aðganginn að fiskimiðunum um aldur og ævi. En slíkar aðgerðir munu auðvitað kosta sitt.

... já það fór vel á með Össuri og Einari þetta kvöld, mér sýnist að bæði VG og Samfylking vilji taka sæti Framsóknar í ríkisstjórn með Sjálfstæðimönnum næsta kjörtímabil.

Baldur Smári Einarsson, 20.4.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband