Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Rauðu djöflarnir
Ég verð að hrósa liðmönnum Manchester United fyrir frammistöðuna gegn Roma fyrr í kvöld þar sem þeir tóku Ítalana hreinlega í nefið. Það var meistarabragur á Man.Utd. í kvöld og ótrúlegt að hugsa til þess að leikur í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar skuli hafa farið 7-1. Um miðjan seinni hálfleik fékk ég símtal frá Liverpool manni sem var staddur á Old Trafford og það má með sanni segja að stemmningin þar var frábær.
Aðdáendur Rauðu djöflana... til hamingju með glæstan sigur í kvöld. Aðdáandi Roma fær hins vegar samúðarkveðjur...
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Dómaraskandall!
Hlynur Þór Magnússon, 10.4.2007 kl. 23:08
Loksins féll Róma er mjóg ánaigð,dóttir mín sem er Ítölsk og er með Lazio,sem er annað liðið í Róm fékk næstum því hjartaáfall, já þetta var gómsætt áfall fyrir Róma liðið. Skammaðist mín þegar ég las um Italana í London með læti . Einginn dómaraskanll fyrir mínu sjónamiði.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.