Það er ekkert grín að vera svín

Í aðdraganda kosninga virðist sem að fólk leggist oft lágt til að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Þessi aðferð þekkist bæði í sveitarstjórnarkosningum og í Alþingiskosningum. Þessa dagana má heyra ýmislegt misjafnt um þá stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í vor. Til dæmis er einn flokkur sakaður um útlendingahatur og stuðningsmönnum annars flokks er líkt við svín sem grillað er á teini. Það er því eins gott að fólk hafi harðan skráp ætli það sér frama í stjórnmálum því hún getur verið óttaleg tík þessi pólitík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er rétt hjá þér Baldur Smári, það er erfitt að þurfa að sitja undir svona ámæli, þegar verið er að koma með viðkvæm mál, en nauðsynleg.  Þetta verður til þess að aðrir þora ekki að taka undir.  En þessi mál verður að ræða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband