Opinber störf á Vestfjörðum

Í samanburði við aðra landshluta hafa Vestfirðir orðið undir hvað varðar aukningu í opinberum störfum. Það er því eðlilegt að Vestfirðingar krefjist aukinna opinberra starfa í fjórðungnum. Óháð því hvort við teljum að ríkið sé með of mikla eða of litla starfsemi á sínum snærum, verður það að teljast eðlileg krafa okkar að hið opinbera sé jafn virkur þátttakandi í atvinnulífi á Vestfjörðum og það er í öðrum landshlutum. Við erum ekkert að fara fram á að vera tekin fram fyrir aðra íbúa landsins heldur viljum við einungis fá að standa jafnfætis öðrum landsmönnum hvað opinbera starfsemi varðar.

Ég velti því stundum fyrir mér hvaða raddir eiga eftir að heyrast ef að ríkisstjórnin ákveður að fjölga opinberum störfum á Vestfjörðum. Ef ný störf verða búin til fáum við eflaust þá gagnrýni að verið sé að þenja ríkisbáknið út að óþörfu. En ef störf verða flutt frá t.d. höfuðborgarsvæði til Vestfjarða má búast við þeirri gagnrýni að verið sé að taka af einum til að færa öðrum. Við megum alltaf eiga von á einhverri gagnrýni - hvernig sem fer - en við verðum bara láta það sem vind um eyru þjóta. Við erum í fullum rétti að þessu sinni, hvernig sem á málin er litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband