Miðvikudagur, 28. mars 2007
Efling atvinnulífs á Vestfjörðum - Umhverfisstofnun
"Nú stefnir í að Vestfirðir verði eini landshlutinn þar sem ekki verður rekin stóriðja. Vestfirðir hafa verið að marka sér sérstöðu sem svæði með ósnortna náttúru. Í 1. gr. laga nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun segir: "Ríkið starfrækir stofnun sem nefnist Umhverfisstofnun. Stofnunin hefur aðsetur á höfuðborgarsvæðinu en getur rekið hluta af starfsemi sinni annars staðar á landinu."
Eðlilegt væri því að skoða hvort ákveðnir þættir í starfsemi Umhverfisstofnunar (UST) ættu ekki heima á Vestfjörðum. Hér verða ekki talin upp öll þau verkefni sem gætu verið unnin jafnvel í deild á vegum UST á Vestfjörðum. Í þessu sambandi má þó nefna sem dæmi verkefni sem tengjast náttúruvernd, verkefni tengd friðlöndum og þjóðgörðum landsins. Benda má á að í Bolungarvík er starfrækt Náttúrustofa Vestfjarða, sem hefur verið á forræði Bolungarvíkurkaupstaðar en er nú að verða samstarfsverkefni sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum. Þar hafa m.a. verið unnin ýmis verkefni sem lúta að mati á umhverfisáhrifum og rannsóknarvinnu hverskonar svo eitthvað sé nefnt. Því mætti kanna hvort Náttúrustofa Vestfjarða gæti sinnt þessum verkefnum til viðbótar ákveðnum þáttum í starfsemi UST."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:06 | Facebook
Athugasemdir
Spyrja mætti: Hvers vegna skal Umhverfisstofnun hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu?
Hlynur Þór Magnússon, 28.3.2007 kl. 00:08
Mjög góð spurning, þar er í raun sérstakt að það sé bundið í lögum hvar skrifstofur einstakra ríkisstofnana skuli vera staðsettar.
Baldur Smári Einarsson, 28.3.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.