Færsluflokkur: Tónlist
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Flashback: DJ Bobo
Somebody Dance With Me var fyrsti smellur DJ Bobo og kom út árið 1993 en lagið er endurgerð á gamla Rockwell slagaranum Somebody's Wathcing Me. Lögin sem fylgdu í kjölfarið voru Keep On Dancing. Take Control og Everybody. Árið 1994 kom breiðskífan There Is A Party út og af henni nutu nokkuð lög vinsælda, þar á meðal voru titillagið There Is A Party, Love Is All Around, Let The Dream Come True og Freedom.
Hægt er að nálgast þessar klassísku eurodance perlur með því að smella á tenglana hér að ofan.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Vestfjarðaóður
Mér hefur alltaf þótt vænt um lagið "Vestfjarðaóður" sem bolvíska hljómsveitin KAN sendi frá sér árið 1984. Þegar texti lagsins er skoðaður má sjá lýsingar á því hvernig lífið í þéttbýlinu við Djúp var á þeim tíma, allt séð með augum aðkomumannsins Herberts Guðmundssonar. Textinn við lagið er eitthvað á þessa leið.
Ég bjó á verbúð í Bolungarvík
Þar var nóg um vinnu, blómlegt líf
Við spiluðum um helgar, vítt og breytt
Á Ísafirði og Hnífsdal, Bolungarvík
Fjallanna óður seiddi mig
Ég virtist skilja sjálfan mig
Eins og úr fjarskanum segja mér
Því ekki að dvelja lengur hér
Fjallanna óður...
Þar stundar fólkið böllin af lífi og sál
Og allir skemmta sér, Hallelujah! Skál!
Helgi eftir helgi, eins og ekkert sé
Ég skil ekkert í því, hvar fá menn allt þetta fé?
Fjallanna óður...
Er þetta ekki það sem okkur Vestfirðinga dreymir um í dag? Við viljum að hér sé næga vinnu að fá og að lífið sé blómlegt.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Eliza Wrona
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Játningar
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)