Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 16. september 2007
Hann bjó á verbúð í Bolungarvík
"Bubbi Morthens mun leita að söngvara fyrir í hljómsveit sína í Bolungarvík í raunveruleikaþættinum Bandið hans Bubba sem hefur göngu sína á Stöð 2 í vetur. Fyrstu áheyrnarprufurnar fara fram í Bolungarvík 10. október... Bubbi verður sjálfur viðstaddur allar prufurnar. Sérstakir útsendarar hafa síðan verið gerðir út af örkinni til að finna hæfileikafólk sem aldrei myndi láta sjá sig í svona þætti og hyggst Bubbi sækja það, prívat og persónulega...Bubba líst vel á þáttinn og það verður til mikils að vinna, þrjár milljónir í reiðufé auk plötusamnings."
Bubbi bjó á verbúð í Bolungarvík á sínum yngri árum. Nú leitar hann í Víkina fögru í von um að finna þar söngvara í hljómsveitina sína. Ég vona að leitin beri góðan árangur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Kvíði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 11. september 2007
Háskóli hafsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. september 2007
Háskólinn okkar
Eitt af því fyrsta sem við þurfum að hugsa um er hvað á að kenna í skólanum, eiginlega er það grundvallaratriði. Verður þetta frumgreinaskóli eða ætlum við að sérhæfa okkur á einhverju sviði? Ein af þeim hugmyndum sem hafa komið fram er að háskólinn muni sérhæfa sig í málefnum hafsins.
Annað sem kemur upp í hugann er nafngiftin, ætla menn að kalla þetta Háskóla Vestfjarða eða eru til einhverjar betri hugmyndir? Ég tel það góða hugmynd að efna til samkeppni um nafn á háskóla á Vestfjörðum.
Án þess að telja upp allt sem hugsast getur þá þarf líklega að velja háskólanum stað. Sumir segja að Ísafjöður sé sjálfgefinn, aðrir tala um stór-Ísafjarðarsvæðið en varla er hægt að útiloka neina staðsetningu að svo stöddu.
Hvað sem öllum vangaveltum líður þá er það gott mál að búið sé samþykkja að stofna háskóla á Vestfjörðum. Nú er bara að láta verkin tala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. september 2007
Má stytta fundi bæjarstjórnar?
Bæjarfulltrúi á Ísafirði spyr nú þessarar spurningar eftir að fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar stóð yfir í rúmar 7 klukkustundur. Bæjarstjórnarfundir eiga að vera afgreiðslufundur, þ.e.a.s. þar eru afgreiddar fundargerðir nefnda og ráða á vegum bæjarfélagsins og því eiga ekki að skapast þar langar umræður. Þó geta verið á dagskrá sérstök mál sem umdeild eru í bæjarfélaginu og þarfnast víðtækrar umræðu. En í jafn litlu bæjarfélagi og Ísafjarðarbæ ættu þau að vera fá. Að fenginni reynslu eru þær ráðleggingar sem ég get gefið ísfirskum bæjarfulltrúum við þessar aðstæður ósköp einfaldar, verið stuttorð og kjarnyrt. Það gerir gæfumuninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. september 2007
Sparisjóðir sameinast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. september 2007
Ársskýrsla ársins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
Saturday Night Fever
Diskóið hefur verið allsráðandi hjá mér um helgina. Tók diskóið með mér í ræktina og horfði á hina 30 ára gömlu Saturday Night Fever í gærkvöldi. Tónlistin í SNF er algjör snilld þar sem Bee-Gees eiga hvern smellinn á fætur öðrum og má þar nefna Stayin' Alive, Night Fever, More Than A Woman og How Deep Is Your Love. Önnur frábær diskó-lög í myndinni eru Disco Inferno, You Should Be Dancing og If I Can't Have You. John Travolta á líka frábæra danstakta í SNF og mikið væri nú gaman ef skemmtistaðir á Íslandi væru eitthvað í líkingu við Odyssey 2001 í myndinni... dansgólfið, ljósin, dansarnir, fötin og auðvitað tónlistin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Diskó
Það er kominn föstudagur og tími til kominn að reima á sig dansskóna. Gamla góða diskó tónlistin stendur alltaf fyrir sínu og Y.M.C.A. með Village People má sín lítils í samanburði við N.M.K.Y. með hinum finnsku Gregorius.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Ekki sjálfgefið að bankarnir séu í Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)