Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 27. október 2010
Fréttir af fuglum og pörum
Frá thví ég settist sídast vid tölvuna hafa lidid 3 golfdagar og mörg falleg höggin verid slegin á Islantilla. Á mánudaginn var keppt í 4 manna Texas Scramble og lék lidid mitt á 73 höggum eda 1 höggi yfir pari brúttó sem thýddi 6 undir pari nettó. Ég var ekki ad standi mig vel thann daginn en nádi thó upp á eigin spýtur ad setja nidur fugl á 20. holu.
Í gaer spiladi ég holur 1-18 og lék á 108 höggum, fyrri 9 voru 52 högg og seinni 9 voru 56 högg. Yfir höfud var ég ad spila vel en sprengdi thó 4 holur sem ég lék samtals á 39 höggum. Fyrir thá sem thekkja til Islantilla vallarins thá voru thetta holur nr. 4, 7, 10 og 12. Medaltalid út úr thessum 4 holum var thví 9,75 högg. Hinar 14 holurnar lék ég á 69 höggum sem gerir medaltal upp á taeplega 5 högg. Eitt par kom thennan daginn en enginn fugl, en hins vegar voru nokkrir skollar og skrambar á skorkortinu.
Í dag spiladi ég allan völlinn, byrjadi á 1. holu og endadi á 27. holu. Heppnin var med mér í lidi í dag og svo virtist sem ég fengi björgun út úr ölluim mögulegum ógöngum sem ég kom mér í. Fyrstu 9 holurnar lék ég á 48 höggum sem er líklega persónulegt met. Thar komu 3 pör, á 1. holu, 4. holu og 6. holu en baedi á 1. holu og 6. holu chippadi ég ofan í holuna. Parid á 4. holu var ótrúlega saett enda ekki á hverjum degi sem madur parar thessa holu sem yfirleitt er algjör martröd. Holur 10-18 lék ég á 52 höggum thrátt fyrir ad sprengja 14. holuna thar sem ég fékk á mig 2 víti. Eitt par kom á hringnum eda á 13. holu en á 12. holu chippadi ég einni ofan í holuna og fór hana á 7 höggum thrátt fyrir ad hafa thurft ad taka 3. höggid af teig. Sídustu 9 holurnar lék ég á 52 höggum og thar voru pörin 2, á 21. holu og á 24. holu. Samtals lék ég tví 27 holurnar á 152 höggum í dag og er ég mjög sáttur vid spilamennskuna en ég púttadi eins og engill í dag og setti hvert púttid á faetur ödru nidur.
Bestu kvedjur úr sólinni á Islantilla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. október 2010
Islantilla 2010
Eftir 3 ara hle er eg aftur kominn til Islantilla og er tilgangurinn ad spila golf i 9 daga vid bestu adstaedur. Fyrsti golfdagurinn var i gaer og ma segja ad madur hafi verid dalitid threyttur eftir ferdalagid enda var ekki haegt ad na nema 5 tima svefni fyrstu nottina.
I dag gekk mikid betur og baetti eg mig um 20 hogg a milli daga a 18 holunum. Agaetir tilthrif hafa litid dagsins ljos og einn fallegur fugl kom a 15. holu i dag thar sem eg sulladi nidur 10 metra putti. Og audvitad var tha gripid i birdie pelann og koniakid bragdadist afar vel.
I dag spiladi eg 27 holur en a morgun er keppt i 4 manna Texas Scramble og tha verdur eflaust gott skor.
Bestu kvedjur ur solinni a Islantilla :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. janúar 2010
Neyðarlögin
Ég mætti í spjall á Lífæðinni í seinna fallinu síðastliðið laugardagskvöld. Þetta var lokakvöld Lífæðarinnar og því ærið tilefni til að eiga góða stund með útvarpsstjóranum Tóta Vagns og öðrum aðstandendum útvarpsstöðvarinnar.
Dr. Lýður mætti með kapteininn í hljóðverið og gerði heiðarlega tilraun til að kenna mér að drekka þann gyllta eðaldrykk án þess að út í væri bætt gosdrykkjum. Læknirinn gaf mér einnig loforð um að timburmenn myndu ekki heimsækja mig morgunin eftir ef ég drykki að hans ráðum. Það er óhætt að upplýsa að honum skjátlaðist illilega.
Þar sem ég var nú mættur í hljóðver Lífæðarinnar fannst mér við hæfi að lofa hlustendum að njóta hæfileika minna á sviði tónsmíða og fengu tvö afbragðs lög að heyrast á öldum ljósvakans. Lögin voru af disknum "Neyðarlögin" sem gefinn var út löngu fyrir tíð útrásarvíkinga og Icesave-reikninga.
Sagan á bakvið nafngiftina "Neyðarlögin" er einhvern veginn á þann veg að við könnumst öll við þau augnablik þegar við erum komin með leið á öllu geisladiskasafninu okkar og eigum hreinlega enga góða tónlist til að hlusta á - það er sem sagt orðið neyðarástand á heimilinu. Einmitt þá er rétti tíminn til að setja "Neyðarlögin" í græjurnar og hækka allt í botn. Og viti menn, það þarf ekki að hlusta á nema eitt lag af disknum - valið af handahófi - og þá rennur upp fyrir þér að allir gömlu og útspiluðu geisladiskarnir þínir eru ekki sem verstir og gætu vel dugað í nokkrar hlustanir í viðbót. "Neyðarlögin" geta því komið í góð not á flestum heimilum og endurnýjað lífdaga geisladiskasafna um víða veröld.
Þessar yndisfögru og hámenningarlegu tónsmíðar mínar virtust koma tónlistarspekúlöntum þeim sem staddir voru í hljóðveri Lífæðarinnar verulega á óvart og var það mál manna að e.t.v. væri hér á ferð óuppgötvað undrabarn í tónlistarheiminum.
Því stendur sá sem þetta ritar nú frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu hvort hann eigi að leggja pólitíkina á hilluna í skiptum fyrir drauminn um frægð og frama í poppbransanum.
Ætli það sé ekki við hæfi að gefa sér nokkra daga til að íhuga málið og kanna hvort fólk telji að hæfileikum undirritaðs sé betur varið í tónsmíðar eða bæjarpólitíkina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. júní 2009
Draumahringurinn
Ég hef sjaldan eða aldrei spilað jafn gott golf og í kvöld. Veðrið var mjög gott, milt veður og nær enginn vindur. Þetta var samt ekki alveg löglegur hringur þar sem ég var bara einn að spila og notaðist í flestum tilvikum við styttri teigana. En þar sem þetta var bara æfingahringur þá skiptir það engu máli, mestu máli skiptir að ég hafði gaman af golfinu og sýndi sjálfum mér fram á að ég get spilað frábært golf á góðum degi. Járnahöggin voru svo til óaðfinnanleg í dag, teighöggin með drivernum voru ekki sem best og ég var ekki að gera nein mistök í púttunum.
En svona var spilamennskan í nokkrum orðum.
1. hola: Upphafshöggið hafnaði inn á 2. braut, sló með 8 járni beint á pinna og 4 metra pútt upp að holu tryggði parið.
2. hola: Upphafshöggið lenti rétt utan brautar, fyrir fram sandglompuna hægra megin. Innáhöggið hafnaði í stönginni og boltinn rúllaði út fyrir flötina. Púttaði inn á flötina og þurfti svo 2 pútt til viðbótar til að klára holuna á skolla.
3. hola: Sló fallegt högg beint á pinna með 7 járni og stoppaði boltinn á neðri pallinum en holan var á efri pallinum á flötinni. Púttaði örugglega að holunni og fékk auðvelt par.
4. hola: Tók upphafshöggið með drivernum og endaði boltinn 7-8 metrum frá gríninu, vel vinstra megin í brautinni. Sló létt högg með 7 járni að holunni. Púttaði fyrir fugli en þurfti að sætta mig við par.
5. hola: Sló með fleygjárni inn á flötina, boltinn lenti frekar framarlega og vinstri megin á flötinni. Þurfti að pútta 10-12 metra og náði að tryggja auðvelt par.
6. hola: Upphafshöggið var ekkert sérstakt en var þó inn á braut og stoppaði boltinn um 10 metrum fyrir innan 150 metra hælinn. Ég reyndi að slá inn á flötina með 7 járni en það tókst ekki betur til en svo að boltinn endaði í röffinu hægra megin við brautina, um 10 metrum fyrir utan grínið. Ég átti svo "misheppnað" innáhögg, boltinn flaug lágt en rúllaði svo upp að holu. Ég setti svo meters pútt ofan í fyrir parinu.
7. hola: Upphafshöggið var illa slegið en samt hékk boltinn inn á brautinni þannig að ég átti um 130 metra eftir að flötinni. Tók þá upp 7 járnið og sló inn á flötina. Púttaði 5 metra fyrir fugli en þurfti að sætta mig við parið.
8. hola: Upphafshöggið hafnaði í röffinu milli 7. og 8. brautar, líklega 170-180 metra frá holu. Ég ákvað þá að taka sénsins og freista þess að ná yfir lækinn í 2. höggi. Eftir nokkra umhugsun valdi ég 4 járnið í verkið og höggið heppnaðist vonum framar og endaði boltinn inn á gríni og aðeins 3-4 metrum frá holunni. Ég reyndi að sjálfsögðu við fuglinn en þurfti eins og svo oft áður að sætta mig við parið.
9. hola: Upphafshöggið var þokkalegt en endaði þó í háu grasi vinstra megin í "hólnum". Þá var lítið annað að gera en að taka upp 7 járnið og slá létt högg upp úr grasinu. Því næst tók ég upp 4 járnið og sló fram eftir brautinni og stoppaði boltinn vinstra megin í brautinni, um 60 metra frá flötinni. Innáhöggið var ekki nógu gott en þó hékk boltinn í röffinu í kantum vintra megin við flötina. Ég púttaði upp úr grasinu og í áttina að holunni og átti svo meters pútt fyrir skolla ofan í holuna.
Þessi spilamennska gerir 37 högg eða 2 högg yfir pari vallarins. Nú er bara að vona að ég verði duglegur að spila í sumar og nái að lækka mig eitthvað í forgjöf í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. apríl 2009
Fylgd
labbi, pabba stúfur,
látum draumsins dúfur
dvelja inni um sinn.
-- heiður er himinninn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu, kalli minn.
Göngum upp með ánni
inn hjá mosaflánni,
fram með gljúfragjánni
gegnum móans lyng,
-- heyrirðu hvað ég syng --
líkt og lambamóðir
leiti á fornar slóðir
innst í hlíðarhring.
Héðan sérðu hafið
hvítum ljóma vafið,
það á geymt og grafið
gull og perluskel,
ef þú veiðir vel.
En frammi á fjöllum háum
fjarri sævi bláum
sefur gamalt sel.
Glitrar grund og vangur,
glóir sund og drangur.
Litli ferðalangur
láttu vakna nú
þína tryggð og trú.
-- Lind í lautu streymir,
lyng á heiði dreymir,
-- þetta land átt þú.
Hér bjó afi og amma
eins og pabbi og mamma.
Eina ævi og skamma
eignast hver um sig.
-- stundum þröngan stig.
En þú átt að muna
alla tilveruna,
að þetta land á þig.
Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.
Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir.
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
sýnir hjarta sitt.
Mundu, mömmu ljúfur,
mundu, pabba stúfur,
að þetta er landið þitt.
Guðmundur Böðvarsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. mars 2009
Íslenska fjárhættuspilið
Það berast fréttir af því að verðir laganna geri spilaborð upptæk vegna þess að fjárhættuspil kunni að hafa verið stunduð á þeim. Því er borið að það sé andstætt íslenskum lögum að þriðji aðili hagnist á fjárhættuspilum. Það er alveg rétt. Ég hef hins vegar aldrei skilið hvernig stendur á því að fjárhættuspil séu yfirhöfuð bönnuð á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að Íslendingum hefur t.d. verið leyfilegt að veðja að vild á íslensku krónuna og aðra gjaldmiðla í svokölluðum gjaldmiðlaskiptasamningum. Þar voru veðmálin ekki mæld í þúsundum króna, heldur milljónum eða jafnvel milljörðum króna. Slík veðmál voru hluti af fjárhættuspilinu sem kom íslensku þjóðinni á kaldan klaka. Það leiðir hugann að því hvort það verði einhvern tímann upplýst hverjir voru stórtækustu spilararnir í "Íslenska fjárhættuspilinu" og hvenær verðir laganna muni gera gróða þeirra upptækan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Minni kvenna
Mér var boðið á Þorrablótið sem haldið var hér í Bolungarvík í gær og að sjálfsögðu þáði ég það boð eiginkonu minnar. Á Þorrablótinu var mér falið það hlutverk að flytja "Minni kvenna" að lokinni veglegri skemmtidagskrá nefndarkvenna. Ræðan mín var svohljóðandi:
Ágætu þorrablótsgestir
Ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að toppa þetta bolvíska þorrablót. Þetta er örugglega stórasta þorrablót í heimi.
Þvílík skemmtiatriði. Þvílíkar kræsingar. Þvílíkar guðaveigar. Og síðast en ekki síst, þvílíkar bolvískar konur!
Fyrir hönd bolvískra karla vil ég þakka nefndarkonum fyrir frábæra skemmtun hér í kvöld. Ég dáist að því hve mikill metnaður er lagður í skemmtiatriðin og alla umgjörð þorrablótsins. Við hljótum að vera heppnustu karlmenn í heimi að eiga svo framtakssamar konur.
Ég verð að viðurkenna að það er svolítið skrítið en jafnframt mikill heiður að fá að ávarpa ykkur hér í kvöld. Það er ekki nema eitt ár síðan að ég fékk fyrst að fara á Þorrablótið og þá skemmti ég mér konunglega. Þetta blót slær því fyrra við og ég get fullvissað ykkur um að ég hefði fyrir löngu síðan verið búinn að ná mér í konu ef ég hefði vitað hverslags skemmtun ég væri að missa af.
Þessa dagana er mikið talað um "Nýja Ísland" sem á að byggjast á breyttum forsendum og nýjum reglum. Það þorir hins vegar varla nokkur maður í dag að minnast á að við þurfum "Nýja Þorrablótið" - enda væri slíkt algjörlega út í hött. Við höfum séð það hér í kvöld að gengi bolvískra kvenna fellur ekki í takt við hlutabréfavísitölur eða gengi krónunnar. Þvert á móti, gengisvísitala bolvískra kvenna stígur jafnt og þétt og er raunávöxtun þeirra sú allra besta í heiminum. Við getum fengið "Nýtt Ísland" en gamla góða þorrablótið okkar verða að vera á sínum stað í tilverunni.
Mér er víst ætlað að tala um konur hér í kvöld, það er merkilegt hvað ég get verið lengi að koma mér að efninu. Það er eins og ég sé ennþá lítill drengur en þá þorði ég ekki að ræða um konur, horfa á konur - hvað þá að tala við þær. Það mætti halda að ég hafi verið hræddur við konur, því ég roðnaði og fölnaði á víxl og kom varla upp orði í návist þeirra. En núna er öldin önnur og ég nýt þess að vera umvafinn konum. Hvort sem er á heimilinu, í vinnunni eða í ræktinni. Ég gæti ekki lifað án þeirra.
Við karlmenn elskum konur og tilvera okkar væri litlaus án þeirra. Sannkallað líf án lita. Ást okkar á konum kviknar strax við fæðingu og mæður elska drengina sína langt fram á fullorðinsaldur. Stundum er það reyndar svo að þær eru ekki alveg tilbúnar að láta drengina sína af hendi til annarra kvenna. Þetta var nú samt ekkert þannig með mig, ég held að mamma hafi nú verið búin að fá nóg af mér eftir þessi 30 ár sem hún var búin að fæða mig og klæða.
Að lokum gerðist það þó að glæsileg ísfirsk kona varð á vegi mínum. Og þar datt ég aldeilis í lukkupottinn. Ég ætla að trúa ykkur fyrir því að hún Harpa mín er svo æðisleg að það mætti halda að hún væri bolvísk. Hún þrífur húsið, eldar matinn, þvær þvottinn, tekur til, vaskar upp, býr um rúmið - listinn er næstum ótæmandi. Eins og góðri eiginkonu sæmir er Harpa orðin algjörlega ómissandi á heimilinu. Ég veit ekki hvar ég væri staddur ef hennar nyti ekki við.
Mig langar að ljúka máli mínu með því að vitna í kveðskap Páls Ólafssonar:
Læt ég fyrir ljósan dag
ljós um húsið skína
ekki til að yrkja brag
eða kippa neinu í lag
heldur til að horfa á konuna mína.
Nú langar mig að biðja karlana í salnum að lyfta glösum til heiðurs konum. Að lokum stígum við á stokk og syngjum Fósturlandsins Freyja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Allt í Sheik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Evrópa - hér kem ég!
Evrópumálin eru ofarlega í hugum margra þessa dagana og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Ég get þó viðurkennt að ég hef undanfarin 18 ár eða svo verið mjög hrifinn af evrópskri tónlist. Þetta byrjaði allt með dúettnum 2 Unlimited sem opnaði mér nýjan heim með lögunum "Get Ready For This" og "Twilight Zone". Í kjölfarið kom "No Limit" og þá opnuðust augu og eyru flestra af minni kynslóð fyrir þeirri tónlistarstefnu sem oftast hefur verið nefnd "Eurodance" eða "Eurothrash" - allt eftir því hvort menn hafi verið með tónlistarstefnunni eða á móti henni. Enn þann dag í dag hlusta ég á Evrópu og eitt af uppáhaldslögum mínum úr þeirri átt í dag heitir "Fairytale gone bad" og er flutt af DJ Gollum og Felixx. Þetta er tónlist sem hentar einkar vel til fitubrennslu og það kemur sér vel í ræktinni þessa dagana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Það var fyrir tveimur árum
Þrettándinn fyrir tveimur árum var mér mjög minnistæður en þá hitti ég hana Írisi Emblu í fyrsta sinn. Þá vorum við Harpa að stíga fyrstu skrefin í sambandi okkar og mættu þær mæðgur á álfabrennu í Bolungarvík. Litla prinsessan sem þá var næstum 3 ára gömul skildi ekkert í hvað mamma hennar var að tala við bláókunnugan mann og þegar við vorum að labba heim á leið sagði hún: "Mamma, á þessi maður konu?" Harpa svaraði: "Þú verður að spyrja hann að því." Íris Embla sneri sér þá að mér og spurði: "Átt þú konu?" Það kom nokkuð hik á mig en loks svaraði ég: "Nei, ekki ennþá."
Síðan eru liðin tvö ár og og ef ég væri spurður sömu spurningar í dag þá væri svarið á aðra leið. Á þessum tveimur árum hefur margt breyst í lífi okkar en Harpa og Íris Embla fluttu nokkrum mánuðum síðar í Víkina til mín og nú í haust gengum við Harpa í hjónaband. Þessi tvö ár hafa verið þau bestu í mínu lífi og ég er fullviss um að framtíðin verður ennþá betri.
Bloggar | Breytt 7.1.2009 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)