Hólskirkja í heila öld

Hólskirkja í Bolungarvík átti hundrað ára afmæli í dag. Af því tilefni var boðið upp á glæsilega dagskrá fyrir alla aldurshópa í kirkjunni. Ég er ánægður með að hafa bæði getað mætt á hátíðarguðsþjónustu og aðventukvöld og tel það reyndar skyldu mína sem bæjarfulltrúa að sækja slíka merkisviðburði. Það er skemmst frá því að segja að bæði hátíðarguðsþjónustan og aðventukvöldið tókust mjög vel og eiga sr. Agnes, kirkjukórinn, sóknarnefndin og aðrir þeir sem lögðu hönd á plóg miklar þakkir skilið.

Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Hólskirkju enda hef ég átt þar nokkrar af mínum stærstu gleðistundum í lífinu. Þá er það mér líka kært að amma mín, Margrét Halldórsdóttir, var skírð í vígsluathöfn kirkjunnar fyrir hundrað árum. Mér hefur líka alltaf fundist Hólskirkja vera afar falleg kirkja og mér finnst eins og að allar kirkjur ættu að vera eins og hún.

Hólskirkja skartar sínu fegursta á 100 ára afmælinu enda hefur kirkjan gengið í gegnum miklar endurbætur á síðustu árum. Myndin hér að neðan er þó ekki ný en hún verður að duga í þetta skiptið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband