Þeir fiska sem róa

Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði með tveimur ráðherrum, Einari K Guðfinnssyni og Össuri Skarphéðinssyni, í Kjallaranum í Einarshúsi í dag. Bæjarstjórinn var að vísu fjarri góðu gamni því hann skellti sér á handfæraveiðar á þessum sólríka sumardegi. Hann missti fyrir vikið af ljúffengri gúllassúpu að hætti bolvískra húsmæðra. Fjarvera bæjarstjórans varð þó til þess að ég gat látið ljós mitt skína á fundinum. Við Anna og Gunnar ræddum ýmis framfaramál við ráðherrana tvo og vonandi verður uppskera fundarins góð og Bolvíkingum til heilla. Ekki veit ég hvort það fiskaðist vel á færin í dag en ég veit að það sama á við í sjómennskunni og pólitíkinni að þeir fiska sem róa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru greinilega taktísk mistök hjá mér að fara á sjóinn. Treysti Gunnari og Önnu til þess að hleypa þér ekki á flug - gríðarlegt ofmat á hæfileikum þeirra sé ég nú......

Hólshreppur (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband