Ódrengilegir Svíar

Leikmenn sænska landsliðsins í fótbolta fá líklega ekki verðlaun fyrir háttvísi (Fair Play) á knattspyrnuvellinum eftir framkomu þeirra í landsleiknum við Íslendinga í gær. Undanfarinn að fimmta marki Svía í leiknum var ansi sérstakur og var atburðarrásin eitthvað á þessa leið:

Varnarmaður Íslendinga vinnur boltann í eigin vítateig en fær boltann í hendina. Sænsku leikmennirnar heimta vítaspyrnu og svo virðist sem dómarinn bendi á vítapunktinn til merkis um að víti hafi verið dæmt. Leikmenn beggja liða sjá það og varnarmaður íslenska liðsins sendir boltann laust í áttina að vítapunktinum. Boltinn hrekkur fyrir fætur sænsks leikmanns sem sendir hann á samherja sinn sem er staðsettur fyrir framan mark Íslendinga. Sá leikmaður sendir boltann auðveldlega í netið hjá Íslendingum sem reyndu ekki með neinum hætti að stöðva þessa "sóknartilburði" Svíanna. Niðurstaðan var að fimmta mark Svía gegn Íslendingum leit dagsins ljós.

Þegar ég sá upptökuna af þessu Svíamarki rifjaðist upp fyrir mér atvik sem átti sér stað í leik hjá enska knattspyrnufélaginu West Ham fyrir nokkrum árum. Þar sýndi Paulo Di Canio mikinn drengskap með því að stoppa leik - þrátt fyrir að vera í upplögðu marktækifæri - vegna þess að hann sá að markvörður andstæðinganna lá meiddur í grasinu. Di Canio hefði auðveldlega geta skorað mark og fagnað ógurlega líkt og Svíarnir gerðu í gær en hann var maður að meiri og stöðvaði sjálfur leikinn því hann taldi það ekki í anda knattspyrnunnar að notfæra sér meiðsli markvarðarins.

Það má vel vera að íslenska liðið hafi spilað illa í gær og átt niðurlægingu skilið en sú framkoma Svía að notfæra sér það að Íslengingar töldu að leikurinn hafði verið stöðvaður var afar ódrengileg og þeim sjálfum til minnkunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Svíarnir slepptu okkur með FIMM-NÚLL, það kalla ég drengilegt.

Bjarni G. P. Hjarðar, 7.6.2007 kl. 14:15

2 identicon

Mér finnst þetta ekki sambærilegt. Það var enginn meiddur á vellinum og dómarinn hafði ekki flautað þannig að leikurinn var í fullum gangi. Af hverju áttu þeir að stoppa? Það var ekkert að annað en það að Ívar Ingimars ruglaðist eitthvað, og ef svíarnir hefðu stoppað, hefðu íslendingarnir bara hirt boltann af þeim og hlaupið upp völlinn, þar sem leikurinn var í fullum gangi.

Það hefðu sennilega allir gert það sama í þessari stöðu.

Áfram Ísland!

Elmar (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:12

3 identicon

Sæll Baldur

Þetta er ágætis pæling hjá þér og kannski hefðu Svíarnir ekki átt að notfæra sér þessi mistök Ívars Ingimarssonar, sérstaklega þar sem staðan var 4-0 og sigurinn öruggur. Ég hefði nú reyndar alveg örugglega potað boltanum yfir línuna ef ég hefði verið í þessum sporum.

En þetta myndband af DiCanio er alveg snilld, þessi maður sem þekktur var fyrir skapbræði og fasistakveðjur inná vellinum jafnt og frábæra hæfileika á vellinum nær að bjarga orðsporinu með þessu drengilega atviki. En alltaf þegar ég hugsa um Paolo Di Canio er þetta það sem kemur þetta mér fyrst í hug.

Aron Örn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband