Draumastarfið

Atvinnumálin eru mér hugleikin þessa dagana. Af því tilefni datt mér í hug að leggja fyrir ykkur einfalda spurningu sem ég hvet ykkur til að svara með kommenti.

Við hvað vildir þú helst af öllu starfa - hvert er þitt draumastarf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Margt kemur til greina - en á einn hátt væri nú gaman að vinna og það væri "áhyggjulaus". Að geta einbeitt sér að vinnunni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af umhverfi sínu væri gott. En ég hef aldrei áður kynnst hvílíkri nálægð og hér fyrir vestan - þe. maður hefur mun meiri áhyggjur af stöðu náungans en víðast annarsstaðar.

kv, Tolli.

Þorleifur Ágústsson, 23.3.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Mér líkar vel að vera Vert og Víkari. Gæti svo sem bætt á mig fleiri skapandi verkefnum í framtíðinni. Annars er ég sátt og sæl

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 23.3.2007 kl. 21:47

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Kannski svolítið einkennilegt - ég get ekki svarað þessu. Ég hef aldrei átt mér neitt draumastarf. Vissi aldrei hvað ég ætlaði að verða þegar ég væri orðinn stór - og veit það ekki enn.

Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Mikilvægast er að geta starfað eitthvað og lifa í þjóðfélagi þar sem allir geta fengið störf.  Mér finnst að margir séu orðnir of góðu vanir og hugsi ekki um að þetta er kannski ekki sjálfsagt mál.

Þorsteinn Sverrisson, 24.3.2007 kl. 11:50

5 Smámynd: Jón Atli Magnússon

Fyrst ætlaði ég að verða bóndi. Ég hafði komist að þeirri niðurstöðu að bændur þyrftu ekki að kunna að lesa og þar sem ég vildi ekki læra að lesa var bara upplagt að verða bóndi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mömmu um að ég yrði að kunna að lesa þá var það ekki fyrr en Jói á Hanhóli sagði mér að bændur yrðu að kunna að lesa því annars gætu þeir ekki lesið markaskránna og Frey sem ég tók lesturinn í sátt.

 Seinna varð drauma starfið mitt að verða uppfinningamaður. Starfa við vélhönnun og þróun í dag svo ég er eiginlega í draumastarfinu mínu.

Jón Atli Magnússon, 24.3.2007 kl. 15:45

6 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Ég ákvað einhvern tíman þegar Svenni frændi var búinn að segja mér að pakka 5 pundum ein daginn en að ég ætlaði mér að eiga eða stjórna Sjávarútvegsfyrirtæki. Ég á mér þann draum en og menntaði ég mig í þeim fræðum, en annað er að sveitarstjórnamál hafa heillað mig nokkuð undanfarinn ár og væri ég vel til í að starfa sem bæjar eða sveitastjóri í framtíðinn. 

-gunni 

Gunnar Pétur Garðarsson, 25.3.2007 kl. 12:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er garðyrkjumaður, og hef alltaf verið með græna putta.  Er alveg hæstánægð með að sinna gróðri.  Er annars ennþá garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2007 kl. 13:32

8 Smámynd: Katrín

Var ein af þeim nördum sem vildi verða kennari.  Þegar ég komst á unglingsár  áttaði ég mig á því að allir kennnara væru kommar og  hætti ég við.  En draumurinn var alltaf til staðar og þegar ég komst til vits og ára lét það ekkert fá á mig þó kennarar landsins væru vinstrisinnaðir og lét vaða.  Og sé ekki eftir því...er kannski orðin vinstrisinnaðri fyrir vikið, a.m.k. frjálslyndari

Katrín, 25.3.2007 kl. 16:10

9 Smámynd: Magnús Már Einarsson

Það var nú alltaf ofarlega hjá mér að verða verkfræðingur, vona að það takist að lokum. Hvað og hvar maður vinnur svo í framtíðinni verður svo að koma í ljós. Hef alltaf sagt að ég vildi vinna fyrir vestan ef að starf fengist við mitt hæfi að námi loknu. Annars er ég mjög sáttur við starf mitt í dag, sem verkefnisstjóri hjá Innovit.

Magnús Már Einarsson, 25.3.2007 kl. 23:10

10 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Þegar ég var lítill ætlaði ég mér að verða skipstjóri eins og pabbi. Á unglingsárunum breyttust draumarnir og þá ætlaði ég að verða forritari. Á menntaskólaárunum kynntist ég bókfærslu og hagfræði. Eftir það lá leiðin í viðskiptafræðina og fyrir tilviljun endaði ég í endurskoðun þar sem ég starfa í dag.

En ég held að draumastarfið mitt sé að vera útvarpsmaður... kannski sá draumur rætist einhvern dagin.

Umfram allt vil ég þó sjá árangur verka minna og láta gott af mér leiða. Ef ég sé að ég hef gert eitthvað af viti yfir daginn þegar ég leggst á koddann á kvöldin, þá líður mér vel.

Baldur Smári Einarsson, 27.3.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband