Fimmtudagur, 22. mars 2007
Bolvíkingar án enska boltans næsta vetur?
Það þó ekki víst að bolvískir fótboltafíklar þurfi að vera svartsýnir vegna útsendinga enska boltans næsta vetur því það mun vera hægt að leysa málið á einfaldan hátt. Það er hægt að þrýsta á um að Digital Ísland setji upp annan sendi til að geta annað útsendingunum líkt og gert hefur verið (eða er fyrirhugað) á Ísafirði og Hnífsdal. Auk þessa gæti ADSL-sjónvarpskerfi Símans hugsanlega komið útsendingum enska boltans til væntanlegra áskrifenda.
Bolvíkingar eru þekktir fyrir að bregðast við breyttum aðstæðum og sannaðist það rækilega þegar SkjárEinn keypti sýningarréttinn að enska boltanum á sínum tíma. Það vakti þjóðarathygli þegar við söfnuðum peningum meðal íbúa bæjarins til að geta kostað uppsetningu sjónvarpssendis. Kannski þurfum við að endurtaka leikinn í ár.
Óháð því hvort Bolvíkingar hafa möguleika á að sjá enska boltann næsta vetur er nokkuð ljóst að það mun þurfa að greiða áskrift að nýju sjónvarpsstöðinni, spurningin er bara hve dýr sú áskrift verður.
Athugasemdir
Þetta er nú ekki einleikið að þurfa að berjast fyrir að fá enskaboltan annð hvert ár.
Ég er hættur að nenna þessu.Ég kaupi þetta ekki lengur.
Hörður Snorra (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:18
Já það ræður ekki einteimungi þarna frekan en annarstaðar þegar einokun á íslandi nær ekki upp fyrir ártúnsbrekku, ég held að Bolvíkingar ættu að gefa skít í Sýn og það fyrirtæki sem rekur Sýn ef þeir finna ekki viðeigandi lausn á fótboltaleysi. Ein hugmynd er að fá sér Sky-Sport á gerfihnattardisk og horfa á allt þar. Það er ekki ólöglegt þó að SAMÍS eða hvað þetta heitir segir það. Ég held meiri segja að það komi fram í eitthverjum reglum frá EES. Ég ætla nú samt ekki að taka ábyrgð á því.
-gunni
Gunnar Pétur Garðarsson, 23.3.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.