Bolvíkingar án enska boltans næsta vetur?

Samkvæmt heimildum Mannlífs verður enski boltinn ekki á Sýn næsta vetur heldur verður stofnuð ný sjónvarpsstöð um sýningar frá enska boltanum. Líklegt er að sú sjónvarpsstöð spanni a.m.k. 5 útsendingarrásir líkt og Skjásport gerir í dag til að geta sent út alla laugardagsleikina í beinni útsendingu. Samkvæmt heimildum mínum gæti þetta þýtt að útsendingar frá enska boltanum náist ekki í Bolungarvík næsta haust þar sem sendir Digital Ísland á staðnum ræður ekki við þessa fjölgun útsendingarrása. Það sama gæti átt við í öðrum bæjarfélögum þar sem Digital Ísland sendir út á UHF-tíðni.

Það þó ekki víst að bolvískir fótboltafíklar þurfi að vera svartsýnir vegna útsendinga enska boltans næsta vetur því það mun vera hægt að leysa málið á einfaldan hátt. Það er hægt að þrýsta á um að Digital Ísland setji upp annan sendi til að geta annað útsendingunum líkt og gert hefur verið (eða er fyrirhugað) á Ísafirði og Hnífsdal. Auk þessa gæti ADSL-sjónvarpskerfi Símans hugsanlega komið útsendingum enska boltans til væntanlegra áskrifenda.

Bolvíkingar eru þekktir fyrir að bregðast við breyttum aðstæðum og sannaðist það rækilega þegar SkjárEinn keypti sýningarréttinn að enska boltanum á sínum tíma. Það vakti þjóðarathygli þegar við söfnuðum peningum meðal íbúa bæjarins til að geta kostað uppsetningu sjónvarpssendis. Kannski þurfum við að endurtaka leikinn í ár.

Óháð því hvort Bolvíkingar hafa möguleika á að sjá enska boltann næsta vetur er nokkuð ljóst að það mun þurfa að greiða áskrift að nýju sjónvarpsstöðinni, spurningin er bara hve dýr sú áskrift verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki einleikið að þurfa að berjast fyrir að fá enskaboltan annð hvert ár.

Ég er hættur að nenna þessu.Ég kaupi þetta ekki lengur.

Hörður Snorra (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Já það ræður ekki einteimungi þarna frekan en annarstaðar þegar einokun á íslandi nær ekki upp fyrir ártúnsbrekku, ég held að Bolvíkingar ættu að gefa skít í Sýn og það fyrirtæki sem rekur Sýn ef þeir finna ekki viðeigandi lausn á fótboltaleysi. Ein hugmynd er að fá sér Sky-Sport á gerfihnattardisk og horfa á allt þar. Það er ekki ólöglegt þó að SAMÍS eða hvað þetta heitir segir það. Ég held meiri segja að það komi fram í eitthverjum reglum frá EES. Ég ætla nú samt ekki að taka ábyrgð á því.

-gunni 

Gunnar Pétur Garðarsson, 23.3.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband