Íbúaþróun á Vestfjörðum 1901-2006

Fyrir sex árum síðan var ég að skrifa lokaritgerðina mína í viðskiptafræðinni í Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallaði um smábátaútgerð á Vestfjörðum og var einn kafli hennar tileinkaður búsetuþróun á Vestfjörðum. Í tengslum við þau skrif safnaði ég ýmsum upplýsingum um íbúaþróun á svæðinu. Sumar þessara upplýsinga hef ég uppfært til dagsins í dag. Það þjónar í sjálfu sér engum sérstökum tilgangi að setja þessar tölur hér fram en ef til verða þær einhverjum til gagns og gamans.

Íbúaþróun á Vestfjörðum 1901-2006

ÁrFjöldi
íbúa
Hlutfall af íbúum
landsins
190112.44715,86%
191013.38615,71%
192013.39714,15%
193013.07112,01%
194012.95310,66%
195011.1667,76%
196010.5075,93%
197010.0504,91%
198010.4794,57%
19909.7983,83%
20008.1502,88%
20067.4702,43%

Taflan hér að ofan ætti að skýra sig að mestu leyti sjálf, ártal er í fyrsta dálkinum því næst kemur mannfjöldi í lok viðkomandi árs og síðasti dálkurinn sýnir hlutfall Vestfirðinga af heildarfjölda íbúa landsins, þ.e. íbúafjöldi á Vestfjörðum deilt með íbúafjölda á Íslandi.

Breytingar á fjölda íbúa á Vestfjörðum 1901-2006

TímabilBreyting á tímabiliHlutfallsleg breyting
1901-19109397,54%
1910-1920110,08%
1920-1930-326-2,43%
1930-1940-118-0,90%
1940-1950-1.787-13,80%
1950-1960-659-5,90%
1960-1970-457-4,35%
1970-19804294,27%
1980-1990-681-6,50%
1990-2000-1.648-16,82%
2000-2006-680-8,34%

Í töflunni hér að ofan er tekin út breyting á íbúafjölda á Vestfjörðum yfir gefin tímabil. Þar má sjá að Vestfirðingum fjölgar fyrstu tvo áratugi 20. aldar en svo fer að halla undan fæti og á 5. áratugnum fækkar íbúum fjórðungsins verulega eða að jafnaði um nærri 180 manns á ári. Næstu tvo áratugi heldur Vestfirðingum áfram að fækka en aðeins hægar en á 5. áratugnum. Á 8. áratugnum var mikil uppsveifla í sjávarþorpum Vestfjarða og skilaði það sér í fólksfjölgun milli áranna 1970 og 1980. En síðan þá hefur íbúum Vestfjarðakjálkans fækkað verulega, 10. áratugurinn var sérstaklega slæmur en þá fækkaði Vestfirðingum um tæp 17%. Frá árinu 2000 hefur hins vegar hægt á fækkuninni en við viljum auðvitað snúa þessari þróun við og fara að sjá jákvæðar tölur á 21. öldinni.

Samantektin hér að ofan byggist á á bláköldum staðreyndum, þetta er fortíð sem við getum ekki flúið. Verkefni okkar er hins vegar að sjá til þess að framtíðin verði á öðrum og jákvæðari nótum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svört skýrsla, og jamm ég er með að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband