Íslenska fjárhættuspilið

Það berast fréttir af því að verðir laganna geri spilaborð upptæk vegna þess að fjárhættuspil kunni að hafa verið stunduð á þeim. Því er borið að það sé andstætt íslenskum lögum að þriðji aðili hagnist á fjárhættuspilum. Það er alveg rétt. Ég hef hins vegar aldrei skilið hvernig stendur á því að fjárhættuspil séu yfirhöfuð bönnuð á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að Íslendingum hefur t.d. verið leyfilegt að veðja að vild á íslensku krónuna og aðra gjaldmiðla í svokölluðum gjaldmiðlaskiptasamningum. Þar voru veðmálin ekki mæld í þúsundum króna, heldur milljónum eða jafnvel milljörðum króna. Slík veðmál voru hluti af fjárhættuspilinu sem kom íslensku þjóðinni á kaldan klaka. Það leiðir hugann að því hvort það verði einhvern tímann upplýst hverjir voru stórtækustu spilararnir í "Íslenska fjárhættuspilinu" og hvenær verðir laganna muni gera gróða þeirra upptækan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband