Taflfélag Bolungarvíkur heldur sigurgöngunni áfram

Taflfélag Bolungarvíkur er núna ađ keppa á Evrópumóti skákfélaga í Grikklandi. Ţetta er í fyrsta sinn sem Bolvíkingar senda liđ til keppni og hefur árangurinn í mótinu til ţessa veriđ hreint stórkostlegur. Eftir 4 umferđir af 7 er bolvíska sveitin í 23. sćti af 64 sveitum međ 5 stig og 10 og hálfan vinning. Í 1. umferđ tapađi TB fyrir Evrópumeisturunum í Linex Magic frá Spáni, í 2. umferđ náđist jafntefli viđ Litháana í Panevezys Chess Club, í 3. umferđ vannst sigur á liđinu CE Le Cavalier Differdange frá Lúxemborg og í 4. umferđinni í dag vann TB litháíska liđiđ Vilnius Chess-Bridge Club. Á morgun keppir Taflfélag Bolungarvíkur viđ makedóníska ofursveit (Alkaloid) sem skipuđ er 6 stórmeisturum sem eru allir stigahćrri en stigahćsti mađur Bolvíkinga.

Frekari fréttir af bolvísku skáksveitinni er ađ finna á heimasíđu Taflfélags Bolungarvíkur en á heimasíđu mótsins má finna nákvćma tölfrćđi yfir árangur Bolvíkinga á Evrópumótinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband