Ballerína

Íris Embla fór í sinn fyrsta danstíma í gær. Svo mikil var ánægjan með fyrsta tímann að hún vildi endilega fá að fara í dans á hverjum degi. Ég er að sjálfsögðu himinlifandi með að Íris Embla skuli hrífast af dansi enda hef ég alla tíð haft gaman af dansi og auðvitað danstónlist. Þó verð ég að viðurkenni að kunnátta mín á dansgólfinu er ekki upp á marga fiska - það opinberaðist reyndar bæjarbúum eftirminnilega við 17. júní hátíðarhöldin hér í bæ í sumar.

Það er alveg ljóst að Íris Embla hefur meiri hæfileika en við Harpa á dansgólfinu og til að styðja við áhuga hennar á dansinum var við hæfi að hún fengi klæðnað við hæfi að gjöf frá foreldrunum.

ballerina

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klukkaður nú er að bregðast við Baldur!!!

Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband