Sunnudagur, 25. maí 2008
Lét drauminn rætast
Þegar ég var krakki var margt sem mig langaði að eiga en þar sem ég átti aðhaldssama foreldra þá var ekki látið undan öllum óskum mínum. Einn af æskudraumum mínum var að eignast hljómborð því ég hafði séð hverslags undratæki slíkt hljóðfæri í höndum Jónatans vinar míns. En það er óvíst að hljómborðið hefði orðið undratæki í mínum höndum því Jónatan var og er algjör snillingur þegar kemur að tónlist - en það er allt önnur saga. Nú um páskana lét ég þennan gamla draum rætast og fjárfesti í hljómborði - en hljóðfærið var að vísu ekki ætlað mér heldur litlu prinsessunni á heimilinu. Ég get samt ekki neitað því að ég hef stolist til að glamra á hljómborðið og svei mér þá ef ég er ekki efni í góðan tónlistarmann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.