Miðvikudagur, 21. maí 2008
Disco Lady
Það kennir ýmissa grasa á blogginu hans Kalla Hallgríms. Þar rakst ég meðal annars á tengil á heimasíðu sem veitir upplýsingar um hvaða lög voru í 1. sætinu á Billboard vinsældalistanum á tilteknum tímapunkti. Þar komst ég t.d. að því að lagið "Disco Lady" með Johnny Taylor sat á toppi Billboard listans daginn sem ég fæddist. Þarna var ef til vill tónninn gefinn fyrir framtíðartónlistarsmekk minn sem hefur verið ansi diskó-kenndur í gegnum tíðina. Samt sem áður kannast ég ekkert við lagið "Disco Lady" en þar er kannski á ferðinni óuppgötvað meistaraverk.
Athugasemdir
Þín bíða mörg meistaraverk
Katrín, 21.5.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.