Fimmtudagur, 27. mars 2008
Krakkarnir í hverfinu
Það var líf og fjör á Holtastígnum í "gamla daga" enda áttu þá mörg börn heima í hverfinu. Þannig var það nú reyndar alveg fram til þess tíma þegar ég var að alast upp á 9. áratugnum en nú er því miður öldin önnur. Þegar þessi mynd var tekin undir lok 7. áratugsins áttu foreldrar mínir 4 börn á aldrinum 1-7 ára og í húsunum í kring voru einnig mörg börn á svipuðum aldri. Til dæmis bjuggu Addý og Dengsi á þeim tíma á Völusteinsstræti 13 og voru þar með 6 börn og það sjöunda átti eftir að bætast í systkinahópinn. Til gamans má geta þess að það er húsið þeirra sem er fyrir miðri mynd og það er einmitt heimili mitt í dag. Það má einnig geta þess að húsið er aðeins 105 fermetrar að stærð þannig að fermetrarnir í húsinu hafa verið vel nýttir. Ég ætti að vera vel settur næstu árin í þessu húsi enda má segja sem svo að ég geti bætt við mig 6 börnum áður en ég þurfi að fá mér stærra húsnæði.
Athugasemdir
Vá flott mynd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2008 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.