Gúrkutíð

Sameiningardraugurinn flögrar nú á milli byggðarlaga við Djúp. Blaðamenn rýna í útboðsgögn vegna smáverka í Bolungarvík og lesa út úr þeim sameiningu Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar. Ef til vill er þarna um að ræða mistök hjá starfsmönnum sameiginlegrar tæknideildar sveitarfélaganna sem hafa gleymt að skipta út nöfnum í útboðsgögnunum, slíkt gerist stundum þegar copy/paste aðferðin er notuð. Þegar svona fréttir fara í loftið er ástæða til að brosa og hlægja að vitleysunni sem á það til að birtast í fjölmiðlum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eftir að göngin koma verður örugglega gerð krafa um sameiningu þessara sveitarfélaga. Vittu til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Það er ekki útilokað, en fyrst verða íbúar beggja sveitarfélaganna að samþykkja gjörninginn.

Baldur Smári Einarsson, 28.2.2008 kl. 16:10

3 identicon

Verið velkomnir elskulegu Bolvíkingar í faðminn okkar.  Þá getið þið loks farið að kalla ykkur Ísfirðinga....:

Brynjar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband