Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Bolungarvíkurgöng eða Óshlíðargöng?
Umhverfismálanefnd Ísafjarðarbæjar bókaði á fundi sínum í gær að jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ættu að heita Óshlíðargöng en ekki Bolungarvíkurgöng eins og samgönguráðherra hefur tilkynnt. Svo skemmtilega vill til að umhverfismálaráð Bolungarvíkur fundaði einnig í gær og af því tilefni var fært til bókar að því væri fagnað að jarðgöngin skuli hér eftir eiga að heita Bolungarvíkurgöng.
Athugasemdir
http://hlynur.eyjan.is/2007/11/shlargng-ea-bolungarvkurgng.html
Kveðja. H.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:14
Sæll Baldur
Ég hef hugsað þetta mál í nokkurn tíma og rætt það við menn hjá Vegagerðinni. Ég er á því að Óshlíðargöng sé besta nafnið á þessum göngum enda leysa þau af hólmi Óshlíðarveg.
Mér fanst samgönguráðherra draga mjög úr áherslu sinni á nafnið Bolungarvíkurgöng í ræðu sinni eftir opnun tilboða í Óshlíðargöng.
Kveðja
Einar P.
Einar Pétursson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.