Lífið er yndislegt

Það er ekki hægt að segja annað en lífið sé yndislegt þessa dagana. Snjórinn er kominn og börnin kætast og draga fram sjóþotur og sleða. Aðeins er rúm vika í þorrablótið víðfræga og er mikil eftirvænting hjá bæjarbúum vegna þess. Af öðrum merkum viðburðum má nefna að íþróttamaður ársins í Bolungarvík verður heiðraður af bæjaryfirvöldum í Einarshúsi kl. 16 á sunnudaginn. Að þessu sinni eru fjórir einstaklingar tilnefndir, hestamaðurinn Bragi Björgmundsson, knattspyrnumaðurinn Gunnar Már Elíasson, kylfingurinn Rögnvaldur Magnússon og boccia-konan Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir. Öll eru þau frambærilegir íþróttamenn og verður spennandi að fá að vita hver það verður sem hlýtur sæmdarheitið íþróttamaður ársins í Bolungarvík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband