Laugardagur, 29. desember 2007
Er dræverinn þinn löglegur?
Í "24 stundum" í dag er sagt frá nýjum reglum um stærð og gerð "drævera" en reglurnar taka gildi á nýju ári. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að þarna er um að ræða tiltekna tegund golfkylfa sem oftast eru notaðar til að slá fyrsta högg af teig. En þessar nýju reglur gera það að verkum að kylfur sem áður voru löglegar eru það ekki lengur. Á heimasíðu Royal & Ancient, St. Andrews: www.randa.org eru reglurnar útlistaðar nákvæmlega og tekið fram hvaða dræverar standast reglurnar hverjir ekki.
Þið sem viljið kanna hvort ykkar dræver er löglegur getið farið yfir þennan lista. Í einhverjum tilvikum eru það einungis ákveðnar sérstakar týpur sem eru ólöglegar, t.d. í mínu tilviki. Ég á TaylorMade R580 XD sem er á lista yfir ólöglega drævera en eftir því sem ég fæ best séð er hann samt sem áður löglegur vegna þess að andlit kylfunnar er ekki slétt heldur með "score"-línum í miðju þess.
Athugasemdir
Gleðilegt ár Baldur Smári - og takk fyrir bloggsamskiptin á árinu sem er að líða.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.12.2007 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.