Fimmtudagur, 13. desember 2007
Rimlar hugans
Í hádeginu í dag var mér falið það skemmtilega verkefni að lesa upp úr góðri bók fyrir matargesti í Einarshúsi hér í Bolungarvík. Ég valdi að lesa upp úr bók Einars Más Guðmundssonar, Rimlar hugans, en rithöfundurinn sat einmitt við hliðina á mér í flugvélinni á leiðinni heim frá París um daginn.
Mér finnst við hæfi að birta smá kafla úr bókinni þar sem Einar Már segir frá vini sínum Baldri sem hafði yfirgefið konu sína og börn fyrir hana Jane sem var amerískur endurskoðandi af norskum ættum.
"Jane trúði því að hún hefði verið send til Dalvíkur af yfirnáttúrulegum öflum og Baldur fékk hugljómun, yfirgaf konu og börn, og fylgdi henni eins og mormóni yfir hafið, alla leið til Ameríku. Fyrirtækið hans, Balli, sem framleiddi nuddpotta og beið eftir að vinna markaði í fjarlægum löndum, fór á hausinn, en í það hafði reyndar stefnt um hríð. En það var ekki Baldri að kenna, heldur Byggðastofnun og gott ef ekki Framsóknarflokknum sem stjórnaði Byggðastofnun einsog flestu öðru. Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna."
Reyndar mættu ansi margir síðustu tvær setningarnar til sín: "Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna." Mér finnst alltof lítið um að fólk líti í eigin barm og viðurkenni mistök sín, þess í stað er fólk í stöðugri afneitun og reynir að skella skuldinni á aðra.
Mér finnst við hæfi að birta smá kafla úr bókinni þar sem Einar Már segir frá vini sínum Baldri sem hafði yfirgefið konu sína og börn fyrir hana Jane sem var amerískur endurskoðandi af norskum ættum.
"Jane trúði því að hún hefði verið send til Dalvíkur af yfirnáttúrulegum öflum og Baldur fékk hugljómun, yfirgaf konu og börn, og fylgdi henni eins og mormóni yfir hafið, alla leið til Ameríku. Fyrirtækið hans, Balli, sem framleiddi nuddpotta og beið eftir að vinna markaði í fjarlægum löndum, fór á hausinn, en í það hafði reyndar stefnt um hríð. En það var ekki Baldri að kenna, heldur Byggðastofnun og gott ef ekki Framsóknarflokknum sem stjórnaði Byggðastofnun einsog flestu öðru. Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna."
Reyndar mættu ansi margir síðustu tvær setningarnar til sín: "Þannnig er það bara þegar við klúðrum hlutunum. Ekkert er okkur sjálfum að kenna." Mér finnst alltof lítið um að fólk líti í eigin barm og viðurkenni mistök sín, þess í stað er fólk í stöðugri afneitun og reynir að skella skuldinni á aðra.
Athugasemdir
Vel mælt!
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 13.12.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.