Miðvikudagur, 12. desember 2007
Fæðingardagurinn
Pabbi var að taka til í gömlum skjölum hjá sér og rakst þar á fæðingar- og skírnarvottorð sem var gefið út í tilefni af því að sonur hans Baldur Smári hafi komið í heiminn og verið skírður í Hólskirkju. Mér krossbrá þegar pabbi rétti mér vottorðið, sem er undirritað af sjálfum Gunnari Björnssyni þáverandi sóknarpresti í Bolungarvíkurprestakalli, því þar stendur að ég sé fæddur 20. apríl 1976 en ekki 21. apríl eins og ég hef alltaf haldið. Mamma er samt með það á hreinu að ég hafi komið í heiminn að kvöldi 21. apríl 1976 en ég ætla samt að láta séra Agnesi fletta þessu upp í kirkjubókum Hólskirkju til að ganga úr skugga um að þar sé skráður réttur fæðingardagur.
Athugasemdir
Það gæti sem sagt farið þannig að þú sért mikið eldri en þú hélst. Ertu búinn að tala um þetta við sambýliskonu þína
Ingólfur H Þorleifsson, 12.12.2007 kl. 22:03
Ertu bara aprílgabb, Baldur minn?
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 12.12.2007 kl. 23:33
Frændi minn sem fæddist í sömu sveit og ég árið 1954 var skráður í þjóðskrá heilum mánuði á eftir sínum fæðingardegi, og því var ekki breytt, þannig að Baldur minn!!!ertu kannski jafngamall jólasveinunum??????????????
Halla Signý Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 08:27
Ég vona að ég sé ekki eldri en ég hef hingað til talið mig vera, ég treysti líka mömmu betur en prestinum góða.
Baldur Smári Einarsson, 13.12.2007 kl. 11:31
Þú ættir að ræða þetta við hann Gumma Pál. Mér skilst að hann eigi tvo skráða fæðingardaga líka. Gætuð stofnað með ykkur félag ;)
Magnús Már Einarsson, 14.12.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.